Skip to main content

Áfangamat: Óttar G. Birgisson

Áfangamat: Óttar G. Birgisson  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. janúar 2024 13:00 til 14:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stakkahlíð, stofa K-208

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Netsamskipti og geðheilsa ungmenna

Rannsóknin snýr að sambandinu á milli netsamskipta og geðheilsu ungmenna ásamt því að skoða hvernig aðrar breytur eins og kyn, þrek, og líkamsímynd geta haft áhrif á eða miðlað sambandinu.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Óttar rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 í stofu K-208 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68002172494   

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Þórarinn Sveinsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og Erla Svansdóttir, sálfræðingur við Landspítala Háskólasjúkrahús. Aðalleiðbeinandi er dr. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor við Menntavísindasvið, HÍ og meðleiðbeinandi er G. Sunna Gestsdóttir, dósent við Menntavísindasvið, HÍ. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir áfangamati og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.