Skip to main content

Að byggja upp feril birtinga til árangurs í akademíu

Að byggja upp feril birtinga til árangurs í akademíu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. júní 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Setberg - Stofa 305

Nánar 
Aðgangur ókeypis

6. júní 2024, kl. 13:00–15:00 í Setberg, stofu 305.

Prófessor Stephen Billett mun halda vinnustofu um að þróa feril akademískra birtinga fyrir doktorsnema og akademískt starfsfólk: Vinnustofa um akademískar birtingar fyrir doktorsnema og akademíska starfsmenn.

Nauðsynleg forsenda fyrir velgengni í akademíunni er að byggja upp feril birtinga og hefur það áhrif á m.a. ráðningu, framgang í starfi og styrkveitingar. Ferill birtinga, sem er bæði skýr og endurspeglar akademísk gæði er því lykilatriði. Að byggja upp slíkan feril er krefjandi og áhersla á enska tungu getur einnig verið áskorun. Á vinnustofunni verður fjallað um þessi mál og leiðir kynntar sem nýtast við að byggja upp feril akademískra birtinga. Prófessor Stephen Billett mun leiða vinnustofuna og umræður, en hann hefur áratuga reynslu af fræðilegri útgáfu og mati á styrkumsóknum og akademískum framgangi.

Verið öll velkomin.

.

Að byggja upp feril birtinga til árangurs í akademíu