Skip to main content

Á ferðinni – Ísland og heimur á hreyfingu

Á ferðinni – Ísland og heimur á hreyfingu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. október 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðarbókhlaða

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hreyfanleiki fólks er eitt af þeim málefnum sem er mest í brennidepli í samtímanum í Evrópu. Oft er litið fram hjá því að hreyfanleiki fólks og hluta hefur verið samofinn mótun Evrópu í gegnum aldir. Þessi málstofa gefur nokkur dæmi um birtingarmyndir fólks og hluta á hreyfingu og hvað það hefur að gera með samtímann.

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við sýninguna Andlit til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni, en sýningahöfundar eru Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir sem báðar starfa við Háskóla Íslands. Sýningunni lýkur 27. október næstkomandi.

Dagskrá:

• Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði: Iceland as a contact point
• Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði: 40 stones

• Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í menningarfræði: Objects on the move between Iceland, Paris and Denmark

• Goda Cicėnaitė, doktorsnemi í hnattrænum fræðium: Celebration and emigration: A link between Lithuania and Iceland

• Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði: Young mobile tourism workers

Málstofustjóri er Ólafur Rastrick, Prófessor í Þjóðfræði

Eftir kynningarnar verður boðið upp á kaffi og kleinur og Anna Lísa Rúnarsdóttir gengur með áhugasömum um sýninguna.

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við sýninguna Andlit til sýnis í Þjóðarbókhlöðunni, en sýningahöfundar eru Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir.

Á ferðinni – Ísland og heimur á hreyfingu