22. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna HÍ
Hilton Nordica
22. Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands verður
haldin 14. og 15. október 2024 á Hilton Nordica.
Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á líf- og heilbrigðisvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu. Skráning gesta fer fram á heimasíðu ráðstefnunnar, lifogheil.hi.is. Við óskum eftir að gestir skrái sig svo það sé auðveldara að halda utan um umfang ráðstefnunnar og meta mönnunarþörf hverju sinni.
Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði líf- og heilbrigisvísinda.
Á dagskrá eru kynningar á öllu því nýjasta í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi. Fjallað verður um spennandi rannsóknir af mörgum fræðasviðum, til dæmis meðgöngu og fæðingu, andlega heilsu, næringu, lyfjafræði, lífvirkni, heilbrigðisþjónustu, sameindalíffræði, ónæmisfræði, erfðafræði og endurhæfingu.
Boðið er upp á opna fyrirlestra fyrir almenning í hádeginu. Fyrri daginn fjalla Freyja Jónsdóttir og Margrét Ólafía Tómasdóttir um samverkandi áhrif lyfja og lyfjatöku. Seinni daginn fjallar Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir um mataræði og mýtur. Þá verður sérstök málstofa um krabbamein í A-sal á þriðjudeginum, sem er einnig sérstaklega hugsuð fyrir almenning.
Þú getur kynnt þér alla dagskrána á heimasíðu ráðstefnunnar og skráð þig, á lifogheil.hi.is
Dagskrá ráðstefnunnar 2024 í PDF má sækja hér (opnast í nýjum glugga)
Boðið er upp á opna fyrirlestra fyrir almenning í hádeginu báða daga. Þá verður einnig sérstök málstofa um krabbamein þriðjudeginum, sem er sérstaklega hugsuð fyrir almenning. Þú getur kynnt þér alla dagskrána á heimasíðu ráðstefnunnar og skráð þig, á lifogheil.hi.is