Skip to main content

Tæknifræði

Tæknifræði

BS –

Tæknifræði er fjölfaglegt og hagnýtt nám sem veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti Tæknifræðings.

Í náminu geta nemendur öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi. Með þessu taka nemendur virkan þátt í nýsköpun og tækniþróun.

Ekki verður tekið við umsóknum í námið fyrir kennsluárið 2025-2026.

Skipulag náms

Hvað segja nemendur?

Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Áslaug Guðmundsdóttir
Sólveig Kristjana Jónsdóttir
Tæknifræði BS-nám

Það sem mér finnst sérstaklega gott við námið hér er að það er kennt í 7 vikna lotum. Það er mjög gott aðgengi að kennurum, kennararnir eru einstaklega hjálpsamir og kennslan góð. Þar sem einingin er frekar lítil þá þekkjast einhvernveginn allir og það eru allir tilbúnir til að hjálpa ef maður þarf hjálp.

Áslaug Guðmundsdóttir
Tæknifræði BS-nám

Tækni hefur heillað mig síðan ég man eftir mér og þess vegna valdi ég mekatróník hátæknifræði. Námið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Aðstaðan í Tæknifræðisetrinu er til fyrirmyndar og kennararnir frábærir. Í náminu hef ég öðlast þekkingu og sjálfsöryggi til að takast á við spennandi verkefni í framtíðinni. Hópurinn okkar er þéttur og hef ég eignast góða vini. Ég mæli hiklaust með náminu fyrir þau sem vilja skemmtilegt nám sem nýtist vel í framtíðinni.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.