Skip to main content

Austurförin yfir Kínverskubrúna

Austurförin yfir Kínverskubrúna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2024 17:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mæðgurnar Ísadóra Finnsdóttir og Rósa Ísfeld deila upplifun sinni af ferðalagi um Kína og þátttöku Ísadóru í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppninni Kínverskubrúin.

Haldið í stofu 007 í Veröld, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:30. Verið öll velkomin.

Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og hefur lært kínversku frá unga aldri. Hún fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og ungmennamótinu, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar.

Haldið á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar. Boðið er upp á léttar veitingar og svo hefst ferðasagan í stofu 007 í Veröld - húsi Vigdísar.  Verið öll velkomin.

Ísadóra Finnsdóttir.

Austurförin yfir Kínverskubrúna