Skip to main content

Gagnrýni og gaman - Málþing

Gagnrýni og gaman - Málþing - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2024 10:00 til 14:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal (fyrirlestrarsal 023)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið HÍ í samvinnu við Félag heimspekikennara standa að minningarmálþingi um myndlistar- og heimspekikennarann Jón Thoroddsen (1957-2024).

Jón var farsæll kennari sem stundaði heimspekilegar samræður með nemendum sínum í Grandaskóla og Laugalækjarskóla. Listir og menning voru oft tekin til skoðunar og honum var mikilvægt að leggja rækt við íslenska tungu því þannig „gætum við skilið og haldið áfram að rækta samfélagið við stórskáldin, lesið handritin og fornbókmenntirnar“. Jón skrifaði bókina Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist sem kom út árið 2016 sem verður m.a. til umfjöllunar á málþinginu. Kristian Guttesen er fundarstjóri.Boðið verður upp á léttar veitingar.
Dagskrá

  • 10:00-10:30 Jóhann Björnsson: Heimspekilegar samræður, lífsskoðun og skólastarf – Um spurningalist við mótun skólastefnu, eins og Jón Thoroddsen reifar í lokakafla bókarinnar Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist
  • 10:30-11:00 Skúli Pálsson: Heimspeki í praxis – Hvernig sér Jón hlutverk ímyndunaraflsins í heimspeki?
  • 11:00-11:30 Guðrún Hólmgeirsdóttir: Heimspeki í MH – Aðferðir og hugmyndafræði
  • 11:30-12:00 Arnar Elísson: Kvikmyndin Ex Machina og persónuhugtakið
  • Stutt hlé 12-12:30
  • 12:30-13:00 Ólafur Páll Jónsson: Gagnrýni og gaman – Samræður og spurningalist tekin til skoðunar
  • 13:00-13:30 Atli Harðarson: Dæmisögur af Nasreddin, þjóðsagnapersóna frá múslimaheiminum á 13. öld
  • 13:30-14:00 Elsa Haraldsdóttir: „Heimspekikennarinn“ – Viðhorf heimspekikennarans og hugmyndin um sjálfið
  • 14:00-14:30 Orðið er laust

Verið hjartanlega velkomin!

Sjá nánar

Gagnrýni og gaman - Málþing Menntavísindasvið HÍ í samvinnu við Félag heimspekikennara standa að minningarmálþingi um myndlistar- og heimspekikennarann Jón Thoroddsen (1957-2024). Í Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, Auðarsal (fyrirlestrarsal 023) Laugardaginn 2. nóvember, kl. 10-15:00

Gagnrýni og gaman - Málþing