Skip to main content

Miðbiksmat í heilbrigðisvísindum - Harpa Söring Ragnarsdóttir

Miðbiksmat í heilbrigðisvísindum - Harpa Söring Ragnarsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2024 13:00 til 14:30
Hvar 

Stapi

stofa 216

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Staður og stund: stofu 216 í Stapa, 23. okt kl 13:00

Doktorsnemi: Harpa Söring Ragnarsdóttir doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum, kjörsvið sjúkraþjálfun.

Heiti verkefnis: Tölvustýrðar æfingar og handvirk meðferð á móti „meðferð eins og venjulega“ fyrir skjólstæðinga með slinuráverka. Slembiröðuð samanburðarrannsókn.

Doktorsnefnd: Dr. Kristín Briem, prófessor við námsbraut í Sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands, Dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, sérfræðingur, Dr. Hjalti Már Björnsson, dósent við Læknadeild og Dr. Magnús Kjartan Gíslason, dósent við Verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur.

Ágrip

Tölvustýrðar æfingar og handvirk meðferð á móti „meðferð eins og venjulega“ fyrir skjólstæðinga með slinuráverka. Slembiröðuð samanburðarrannsókn

Slinguráverkaröskun (SÁR) er ein af helstu orsökum örorku í heiminum. Áhrif sérhæfðra tölvutengdra æfinga sem meðferð við slinguráverka hafa ekki verið rannsökuð að miklu marki.

Þátttakendum (n=160) með meðal-bráða slinguráverkaröskun á stigi I-II var skipt af handahófi í 3 hópa. Tvo meðferðarhópa (A [n=34] og B [n=30]) og einn samanburðarhóp (C [n=96]). Hópar A og B fengu sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara með sérfræðiþekkingu á skoðun og meðhöndlun stoðkerfis. Meðferð samanstóð af handvirkri meðferð (A+B) og ýmist staðlaðar æfingar, framkvæmdar í tölvu, með það að markmiði að efla hreyfi- og stöðuskyn hálshryggjar (A) eða æfingar eftir þörfum hvers og eins, metið af sjúkraþjálfara (B). Stöðumælingar innihéldu mælingar á hreyfistjórn, stöðuskyni og virkum hreyfiferlum í hálsi. Spurningalistar voru notaðir til að meta einkenni frá hálsi og magn verkja, almennt heilsufar, sálræna vanlíðan og magn svima. Skammtímaáhrif voru metin eftir 10-12 vikur og langtímaáhrif eftir 6 og 12 mánuði. Niðurstöður munu sýna fram á virkni tölvutengdrar íhlutunar í meðferð við slinguráverkaröskun.

Harpa Söring Ragnarsdóttir doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum, kjörsvið sjúkraþjálfun

Miðbiksmat í heilbrigðisvísindum - Harpa Söring Ragnarsdóttir