Skip to main content

Kynning á skýrslu Mannfjöldasjóðs SÞ 2024

Kynning á skýrslu Mannfjöldasjóðs SÞ 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2024 17:00 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Vigdísarstofa

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni útgáfu skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna um Stöðu mannfjöldaþróunar 2024 (e. State of The World Population), efnir Félag Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með stuðningi utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar í Vigdísarstofu fimmtudaginn 24. október kl.17.

Undanfarna áratugi hafa orðið miklar framfarir í kyn- og frjósemisréttindum (e. sexual reproductive health rights). Aðgangur að fræðslu og getnaðarvörnum hefur aukist. Einstaklingar eru nú í betri stöðu en áður til að ákveða hvort, hvenær og hversu mörg börn þeir kjósa að eignast. Færri konur deyja af barnsförum og mikilvægur árangur hefur náðst í að uppræta barnahjónabönd víða um heim.Þessar framfarir hafa þó ekki náð til allra. Hópur kvenna um allan heim ræður ekki yfir eigin líkama; getur ekki hafnað kynlífi með maka, getur ekki ákveðið hvort þær nota getnaðarvarnir eða ekki, eða hvort þær eigi að leita til læknis. Minnihlutahópar eru jaðarsettir og njóta ekki sömu þjónustu þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum. Þar á meðal eru mismunandi þjóðernishópar, trúarhópar og frumbyggjar; fólk með tiltekna kynhneigð eða kynvitund; fátækar konur, konur á landsbyggðinni og fatlað fólk.Við sjáum hins vegar líka fram á möguleikann til hraðari breytinga og umbóta sem eruð sniðnar að þeim sem þurfa mest á aðstoð að halda. Við vitum betur í dag en áður til hverra við þurfum að ná og hvernig við getum gert það.Á sama tíma er líka mikilvægt að minna á að við lifum á tímum pólitískrar og félagslegrar skautunar þegar rætt er um málefni á sviði kyn- og frjósemisréttinda, LGBTQIA+, umfjöllun um aðgang að getnaðarvörnum, þungunarrofsaðgerðum og jafnrétti kynjanna. Því er mikilvægara en nokkurn tímann áður að halda á lofti öflugri og upplýstri umræðu um hlutverk kyn- og frjósemisréttinda þegar kemur að því að stuðla að auknu jafnrétti og stöðugleika í heiminum öllum.

Skýrsla Mannfjöldasjóðs 2024 verður kynnt á Degi Sameinuðu þjóðanna og Kvennafrídagsins þann 24. október 2024 kl. 17:00-18:30 + spjall og veitingar í Vigdísarstofu í Veröld – húsi Vigdísar. Öll hjartanlega velkomin.

Dagskrá verður kynnt á allra næstu dögum.

.

Kynning á skýrslu Mannfjölasjóðs SÞ 2024