Áfangamat: Karenar Ástudóttur Kristjánsdóttur
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Stofa K-205
Mótun barneigna: Tæknifrjóvganir hinsegin fólks, barneignarferlið og foreldrahlutverkin, skoðað í samhengi við formlegt jafnrétti og kynjaðar hugmyndir í fjölskyldumálum á Íslandi.
Doktorsrannsóknin er af hluti af verkefninu Fertility Intentions and Behavior in Iceland (FIBI) og skoðar tæknifrjóvganir hinsegin fólks í ljósi formlegs jafnréttis og kynjaðra hugmynda í fjölskyldumálum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar að styðja við hinsegin og feminíska þekkingu í málaflokknum með því að skoða hvernig samfélagslegar orðræður og persónuleg reynsla mótar hinsegin barneignir og foreldrahlutverk í kjölfar tæknifrjóvgana. Hún byggir á eigindlegum aðferðum, þar á meðal greiningu á fjölmiðlaefni og viðtölum við hinsegin notendur tæknifrjóvgana.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Karen rannsóknarskýrslu sína kl. 8– 9 í stofu K-205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/63909129977
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Damien W. Riggs prófessor, College of Education, Psychology and Social Work, Flinders University, GPO, Bretlandi og dr. Rikka Homanen Academy Research Fellow, Gender Studies, Sociology & STS, Tampere University. Aðalleiðbeinandi er dr. Íris Ellenberger dósent við Menntavísindasvið HÍ og meðleiðbeinandi dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Atli V. Harðarson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.