Manntalið 1753 og óvenjulegur aðdragandi þess
Árnagarður
Stofa 304
Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Manntalið 1753 og óvenjulegur aðdragandi þess.
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 8. október kl. 16:00-17:00.
Verið öll velkomin.
Um erindið
Hér verður sagt frá því hvernig eitt lítið feilspor innan dönsku konungsfjölskyldunnar leiddi til skráningar manntals á Íslandi árið 1753. Tilgangur manntalsgerðarinnar var svokallaður prinsessuskattur sem var lagður á hér á landi líkt og í Noregi. Skatturinn var íþyngjandi fyrir landsmenn á afar erfiðu harðindaskeiði hér á landi. Það var ekki fyrr en árið 1801 sem samræmd skráning manntala hófst í danska ríkinu. En ólíkt öðrum hlutum konungsveldisins voru nokkur manntöl skráð hér á landi fyrir þann tíma. Þessi 18. aldar manntöl varpa ljósi á sögu Íslands á tímabili þar sem dönsk stjórnvöld voru að herða tökin hér. Samhliða aukinni miðstýringu jókst krafan um nákvæma skráningu og inngrip í daglegt líf þegnanna. Misræmis gætir oft í skráningu þessara manntala. Til þess að átta sig á þessu misræmi og heimildagildi manntalanna þarf að skoða úr hvaða jarðvegi þau spretta. Var tilefnið undirliggjandi nauðung eða íþyngjandi ákvarðanir?
Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.