Skip to main content

Íslensk forysta alþjóðadómstóla: Reynsla, áskoranir og framtíðarsýn

Íslensk forysta alþjóðadómstóla: Reynsla, áskoranir og framtíðarsýn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. október 2024 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lagastofnun stendur fyrir áhugaverðu málþingi þar sem þrír íslenskir dómsforsetar við alþjóðlega dómstóla munu miðla af reynslu sinni í gegnum árin og ræða framtíðarsýn og áskoranir sem alþjóðlegir dómstólar standa frammi fyrir í nútímanum. Jón Atli Benediktsson rektor setur málþingið.

Framsögumenn verða Páll Hreinsson forseti EFTA-dómstólsins, Róbert R. Spanó fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Tómas H. Heiðar forseti Alþjóðlega hafréttardómsins. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar Íslands lýkur málþinginu með stuttu ávarpi. Stjórn málþingsins verður í höndum Ásu Ólafsdóttur hæstaréttardómara.

Lagastofnun býður upp á veitingar að málþingi loknu. Ekki má láta þennan einstæða viðburð fram hjá sér fara.

Málþingið er haldið í tilefni af 50 ára afmæli Lagastofnunar Háskóla Íslands. Lagastofnun er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands og heyrir undir Lagadeild Háskóla Íslands. 

Framsögumenn verða Páll Hreinsson forseti EFTA-dómstólsins, Róbert R. Spanó fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Tómas H. Heiðar forseti Alþjóða hafréttardómsins.

Íslensk forysta alþjóðadómstóla: Áskoranir, reynsla og framtíðarsýn