Skip to main content

„Vaknið vinur allar, vaknið hreystimenn ... !“

„Vaknið vinur allar, vaknið hreystimenn ... !“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. október 2024 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofu 303

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Einar Einarsson, doktorsnemi í sagnfræði, flytur erindið „Vaknið vinur allar, vaknið hreystimenn ... !“ í málstofu Sagnfræðistofnunar HÍ í hugmynda- og vísindasögu. 

Haldið í stofu 303 í Árnagarði, fimmtudaginn 3. október og hefst kl. 16:00.  

Um erindið:

Menningarleg ættjarðarhyggja og Eggert Ólafsson

Eggert Ólafsson (1726–1768), náttúrufræðingur og skáld, er líklega þekktastur fyrir að vera einn helsti boðberi upplýsingarinnar á Íslandi, en einnig fyrir ættjarðarkveðskap. Í kveðskap sínum og fræðistörfum hvatti hann Íslendinga, sem hann taldi að væru almennt „sofnir, dofnir sí og æ“, til að vakna af dvala og brýndi þá m.a. til að leggja rækt við íslenska tungu og forna siði. Mætti því ef til vill kalla Eggert einn fyrsta „vekjara“ íslensks þjóðernis. Í erindinu verður fjallað um hvaðan þessar hugmyndir voru sprottnar og hvernig þær gætu hafa borist til manna á borð við Eggert.

Einar Einarsson, doktorsnemi í sagnfræði.

„Vaknið vinur allar, vaknið hreystimenn ... !“