Miðbismat í efnafræði - Alec Elías Sigurðarson
Tæknigarður
Skjálfti
Heiti ritgerðar: Reikningar á Rydberg örvuðum rafeindaástöndum sameinda (Calculations of Rydberg excited electronic states of molecules)
Nemandi: Alec Elías Sigurðarson
Doktorsnefnd:
Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild
Elvar Örn Jónsson, sérfræðingur á Raunvísindastofnun
Michail Stamatakis, prófessor við Oxford háskóla
Ágrip
Reikningar á Rydberg örvuðum rafeindaástöndum sameinda eru gerðir með nýlegri aðferð til að ná samleitni á söðulpunkta rafeindaorkuyfirborðsins. Ýmis þéttnifelli eru notuð þar með sköluð sjálfsvíxverkunarleiðrétting þar sem skölunin er önnur fyrir Rydberg svigrúmið en önnur svigrúm. Með þessu móti fær virkt mætti Rydberg rafeindarinnar rétta langdræga lögun á meðan holan verður ekki of staðbundin. Niðurstöður fyrir litlar sameindir sem og stærri TMTAC tvennu verða ræddar.