Frá munaðarvöru yfir í þarfaþing. Áhrif saumavélarinnar á íslenskt samfélag 1865–1920
Árnagarður
Stofa 304
Arnheiður Steinþórsdóttir, MA- í sagnfræði, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Frá munaðarvöru yfir í þarfaþing. Áhrif saumavélarinnar á íslenskt samfélag 1865–1920.
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 10. september kl. 16:00-17:00.
Verið öll velkomin.
Um erindið
Fyrstu saumavélarnar bárust til Íslands upp úr miðri 19. öld. Með fjölgun þeirra varð athyglisverð þróun og fylgdu þeim alls kyns breytingar, ekki síst þegar kom að störfum kvenna innan og utan heimilis. Í erindinu verður sagt frá innleiðingu saumavélarinnar í íslenskt samfélag og skoðað hvernig saumavélar fóru úr því að vera munaðarvara yfir í þarfaþing sem finna mátti á nær hverju heimili. Auk þess verður fjallað um saumavélar á uppboðum og hvaða þýðingu það hefur að nýta slíkar heimildir til þess að rannsaka sögu saumavélarinnar á Íslandi.
Arnheiður Steinþórsdóttir.