Áhrif margbrotinnar landmótunar á flóðasléttum á vistkerfisþjónustu
Hvenær
5. september 2024 12:10 til 13:10
Hvar
Askja
Stofa 129
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í fyrirlestrinum mun dr. Suzanne Grenfell, dósent við Stellenbosch háskólann í Suður-Afríku fjalla um rannsóknir á landmótun og myndun setlaga í mismunandi tegundum af votlendi í Suður-Afríku og áhrif á vistkerfisþjónustu, m.a. framboð næringarefna.
Um fyrirlesarann: Dr. Suzanne Grenfell starfar við Landfræði og umhverfisvísindadeild Stellenbosch háskóla í Suður-Afríku. Rannsóknarsvið hennar er samspil landmótunar og votlendissvæða, með áherslu á áhrif á þjónustu vistkerfis og náttúrulega endurheimt votlendis.
Dr. Suzanne Grenfell