Skip to main content

Inntökuprufur Háskólakórsins

Inntökuprufur Háskólakórsins - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. september 2024 16:30 til 20:00
Hvar 

Aðalbygging

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viltu kynnast nýju fólki og syngja saman? Háskólakórinn leitar að nýjum meðlimum til að syngja glæsilegt tónverk með sinfóníuhljómsveit í haust.

Allar raddir eru velkomnar að kíkja til okkar í inntökuprufur sem fara fram mánudaginn 02. september og þriðjudaginn 03. september kl.16:30 í Aðalbyggingu HÍ. Endilega hafðu samband við kor@hi.is ef þú sérð fram á að mæta seinna en 18:00 svo að við vitum af þér!

Um kórinn:

Háskólakórinn er ómissandi partur af háskólalífinu og telur meðlimi frá öllum háskólum höfuðborgarsvæðisins. Starfsemi kórsins er viðamikil en ásamt því að koma fram á fjölmörgum viðburðum, innan Háskóla Íslands sem utan, heldur kórinn annartónleika, fer í æfingarbúðir og tónleikaferðalög, heldur árshátíð og fullt af teitum og skemmtunum.

Kórinn er fullur af skemmtilegu fólki og við hvetjum alla sem hafa gaman af því að syngja og skemmta sér að koma í prufurnar. Æfingar eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17:15 til 19:30.

Fyrirkomulag inntökuprufunnar:

Umsækjendur fara einn í einu inn í salinn þar sem kórstjóri og fulltrúar kórstjórnar taka á móti þeim. Óþarfi er að mæta með tilbúið lag þar sem aðeins er verið að prófa raddsvið og getu. Kórstjórinn mun fara með þér yfir nokkra skala og líklegast biðja þig um að syngja Maístjörnuna.

Frekari upplýsingar ásamt fyrirspurnum er hægt að nálgast í gegnum:

Email: kor@hi.is

Facebook: https://www.facebook.com/haskolakorinn/

Instagram: https://www.instagram.com/haskolakorinn/

Vefsíðu Háskólakórsins: kor.hi.is

Myndband um Háskólakórinn: https://youtu.be/62MuMqqrqA4

Hlökkum til að sjá ykkur! ️

Háskólakórinn

Inntökuprufur Háskólakórsins