Skip to main content

Sjálfstæðiþrá: Gagnrýni evrópskra nýaldarkvenna á hjónabandið

Sjálfstæðiþrá: Gagnrýni evrópskra nýaldarkvenna á hjónabandið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. ágúst 2024 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 303

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, flytur fyrsta fyrirlesturinn í málstofu um hugmynda- og vísindasögu sem Sagnfræðistofnun HÍ stendur fyrir á þessu haustmisseri. Fyrirlesturinn nefnist „Sjálfstæðiþrá: Gagnrýni evrópskra nýaldarkvenna á hjónabandið“ og verður haldinn í stofu 303 í Árnagarði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:00. 

Um fyrirlesturinn 

Hjónabandið hefur sem stofnun löngum verið notað til að tryggja tilfærslu eigna og auðs. Hlutverk kvenna í þessu kerfi hefur verið mikilvægt en jafnframt hefur valdið ekki legið hjá þeim. Í skrifum frá nýöld má finna gagnrýni ýmissa kvenna á þetta fyrirkomulag og hlutskipti kvenna innan þess. Gagnrýni enska upplýsingarheimspekingsins Mary Wollstonecraft (1759–1797) þess efnis að konur væru fremur í hlutverki eigna en eigenda varð nokkuð útbreidd. Wollstonecraft lagði áherslu á hæfni kvenna til að vera fjárhagslega sjálfstæðar, jafnt í skrifum sínum sem í einkalífi. Meðal fleiri gagnrýnenda hjónabandsins má meðal annars nefna franska heimspekinginn Gabrielle Suchon (1632–1703) og ensku heimspekingana Mary Astell (1666–1731) og Margaret Cavendish (1623–1673). Í þessum fyrirlestri verður gagnrýni þessara hugsuða sem og annarra á stöðu kvenna í hjónabandi kynnt og sérstaklega fjallað um áherslu þeirra á sjálfstæði kvenna, jafnt fjárhagslegt sem í öðrum þáttum lífsins.

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki.

Sjálfstæðiþrá: Gagnrýni evrópskra nýaldarkvenna á hjónabandið