Skip to main content

Viðbrögð vistkerfa straumvatna við hopi jökla

Viðbrögð vistkerfa straumvatna við hopi jökla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. ágúst 2024 16:00 til 17:00
Hvar 

Askja

N129

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lee Brown, prófessor í vatnavísindum við háskólann í Leeds mun kynna rannsóknir sínar um viðbrögð vistkerfa straumvatna við hopi jökla.

Erindið verður flutt á ensku og fjallar í stuttu máli um hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á ár og önnur straumvötn. Áhrif bráðnunar jökla birtast á mörgum skipulagsstigum, frá erfðabreytileika innan tegunda til samsetningu samfélaga í ánum, efnaferla og samskiptum tegunda.

Lee er annar andmælandi Sum Yi Lai, sem ver doktorsritgerð sína föstudaginn 30. ágúst 2024.

Erindið er í boði Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Lee Brown við hopandi jökul

Viðbrögð vistkerfa straumvatna við hopi jökla