Allsnægtir í stað örbirgðar
Hvenær
24. júlí 2024 16:30 til 18:00
Hvar
Háskólatorg
HT-101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Rithöfundurinn dr. Marian Tupy, sérfræðingur hjá Cato stofnuninni í Washington-borg, kemur á rabbfund í Háskóla Íslands. Tupy er meðhöfundur bókarinnar Superabundance: The Story of Population Growth, Innovation, and Human Flourishing on an Infinitely Bountiful Planet, en þar segir, að engar áhyggjur þurfi að hafa af fólksfjölgun, því að hver einstaklingur skapi meira en hann neyti. Gæði gangi ekki til þurrðar við fólksfjölgun, heldur falli í verði. Hann ræðir m.a. um það:
- Hvernig stendur á öllum heimsendaspánum?
- Hvað veldur almennri bölsýni um framtíðina?
- Hafa orðið andlegar framfarir til jafns við efnislegar framfarir?
- Hvernig verða áframhaldandi framfarir tryggðar?
- Hvernig verður best búið í haginn fyrir ungt og duglegt fólk?
Öll velkomin
Marian Tupy, sérfræðingur hjá Cato stofnuninni í Washington