Áfangamat Richard Opoku Agyemang
Aðalbygging
A-229
Lýðræðisleg þátttaka í sjálfbærnimenntun í Ghana: Tækifæri og áskoranir barna til að hafa áhrif á nám sitt.
Börn taka sjaldan þátt í ákvarðanatöku um menntamál í Afríku sunnan Sahara. Á það sérstaklega við í Ghana. Takmörkuð þátttaka barna er rakin til þeirrar sýnar að fullorðnir séu hæfari og færari í samélagslegri umbreytingu. Þessi rannsókn miðar að því að greina tækifæri og áskoranir þess að taka mið af sjónarmiðum barna í Ghana þegar teknar eru ákvarðanir um grunnskólamenntun þeirra.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Richard rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 í stofu A-229 í Aðalbyggingu og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/62326268117
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Afua Twum-Danso Imoh dósent við Háskólann í Bristol, Bretlandi og dr. Kristín Jónsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi er dr. Auður Pálsdóttir dósent við Menntavísindasvið, HÍ og meðleiðbeinandi dr. Ragný Þóra Guðjohnsen lektor við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.