Skip to main content

Opin vörn meistararitgerðar Kristínar Ingu Friðþjófsdóttur í lögfræði

Opin vörn meistararitgerðar Kristínar Ingu Friðþjófsdóttur í lögfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. maí 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Alþekkt vörumerki og umsókn um skráningu í vondri trú, sbr. 2. og 3. tölul. 14. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki: Er vörumerkjarétturinn landsbundinn í raun?

Vörumerkjaréttur hefur þróast hratt á síðustu árum en meginreglan er sú að vörumerkjarétturinn er landsbundinn. Í því felst að vörumerki nýtur að jafnaði einungis verndar að því gefnu að það hafi verið skráð eða notað hér á landi. Þrátt fyrir meginregluna hafa vörumerki hins vegar alþjóðlegt yfirbragð. Reynt hefur verið að koma til móts við þá vankanta sem fylgt hafa meginreglunni með alþjóðlegu samstarfi sem m.a. hefur leitt til þess að komið hefur verið á fót alþjóðlegu skráningarkerfi. Ákveðnar aðstæður hafa hins vegar einnig orðið til þess að undantekningar hafa verið gerðar á meginreglunni, svo sem ákvæði 2. og 3. tölul. 14. gr. laga um vörumerki nr. 45/1997 mæla fyrir um.

Prófdómari: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.

Opin vörn meistararitgerðar Kristínar Ingu Friðþjófsdóttur í lögfræði

Opin vörn meistararitgerðar Kristínar Ingu Friðþjófsdóttur í lögfræði