Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk
Háskólatorg
HI-101
Tveir fyrirlestrar verða á dagskrá miðvikudaginn 22. maí í fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um innflytjendur og flóttafólk.
Fyrra erindi:
Innflytjendur í umönnunarstörfum og framtíðaráskoranir
Halldór S. Guðmundsson, dósent í Félagsráðgjafardeild
Á síðustu árum hafa verulegar breytingar átt sér stað í velferðarþjónustunni vegna aukins fjölda starfsmanna af erlendu bergi.
Í erindinu verður leitast við að varpa ljósi á hluta þessara breytinga og þar með á hlutdeild innflytjenda og einstaklinga með erlendan bakgrunn í gangverki velferðarþjónustunnar á Íslandi. Horft verður sérstaklega til þjónustu við aldrað fólk, bæði velferðarþjónustu sveitarfélaga, sjúkrastofnana og hjúkrunarheimila og þeirra áskorana sem leiða af mannaflaþörf til að tryggja rekstur þjónustunnar. Þá verður velt upp áskorunum við að mæta umönnunarþörfum aldraðra innflytjenda sem nú eða síðar munu þurfa stuðning íslenskrar velferðarþjónustu.
Seinna erindi:
„En svo breytast þau þegar þau labba út úr viðtalinu” Upplifun starfsfólks sem þjónustar hinsegin flóttafólk.
Guðbjörg Ottósdóttir, dósent í Félagsráðgjafardeild
Fjallað er um hluta af niðurstöðum Rannís rannsóknarinnar Hinsegin flóttafólk í hinsegin paradís sem tengjast sjónarhornum og reynslu starfsfólks á vettvangi félagsþjónustu og félagasamtaka í Reykjavík.
Streymi á viðburðinn: Smella hér >
Fyrirlesarar í þessari fimmtu fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins eru: Halldór S. Guðmundsson, dósent í Félagsráðgjafardeild og Guðbjörg Ottósdóttir, dósent í Félagsráðgjafardeild.