Skip to main content

DÖGUN VETNISALDAR - Heiðursmálþing Háskóla Íslands í minningu dr. Þorsteins I. Sigfússonar

DÖGUN VETNISALDAR - Heiðursmálþing Háskóla Íslands í minningu dr. Þorsteins I. Sigfússonar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. júní 2024 10:00 til 12:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur HÍ

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands stendur fyrir heiðursmálþingi í minningu dr. Þorsteins I. Sigfússonar, fyrrverandi prófessors við Háskóla Íslands og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, undir yfirskriftinni Dögun vetnisaldar. Málþingið verður í Hátíðasal HÍ 4. júní kl. 10-12.30. Við sama tilefni verður veitt viðurkenning úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga.

Beint streymi

Boðið verður upp á fyrirlestra og pallborðsumræður um þróun vetnhagskerfis með þátttöku sérfræðinga frá Háskóla Íslands og orkufyrirtækjum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnar málþingið.

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir

Dagskrá:

  1. Ávarp rektors
    • Jón Atli Benediktsson rektor
  2. Opnun málþings
    • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra
  3. Fyrirlestrar
    • Rúnar Unnþórsson: Endurkoma vetnisins – Háskóli Íslands
    • Egill Tómasson: Vegvísir og vetnisdalir – dögun vetnishagkerfis á Íslandi – Landsvirkjun
    • Davíð Þór Þorsteinsson: Án viðnáms
  4. Pallborðsumræður
    • Stjórnandi: Þóra Arnórsdóttir – Landsvirkjun
    • Daði Þ. Sveinbjörnsson - Landsvirkjun
    • Rúnar Unnþórsson – Háskóli Íslands
    • Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir – Orka náttúrunnar
    • Tryggvi Þór Herbertsson – QAIR
  5. Viðurkenning Nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar
    • Jón Atli Benediktsson rektor afhendir viðurkenninguna
  6. Fundarslit og léttar veitingar

Dagskrá á PDF

Þorsteinn Ingi Sigfússon lauk doktorsnámi í eðlisfræði frá Cambridge-háskóla í Englandi árið 1983. Hann hóf störf sem fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands árið 1982 og síðar sem prófessor í eðlisfræði við háskólann. Þorsteinn Ingi vann ötullega að tengingu háskóla og atvinnulífs og kom að stofnun og stjórnarmennsku sprotafyrirtækja á mörgum sviðum.

Dögun vetnisaldar Heiðursmálþing Háskóla Íslands í minningu dr. Þorsteins I. Sigfússonar