Rannsóknir á aukinni basavirkni hafsins
Askja
Stofa N-131
Röst sjávarrannsóknasetur og Háskóli Íslands bjóða til hádegisfyrirlestrar um rannsóknir á aukinni basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement) sem aðferð til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Fyrirlesturinn verður á ensku og honum verður einnig streymt á streymt á Zoom. Meeting ID: 694 0681 7037
Fyrirlesarar eru dr. Matt Long og dr. David Ho, stofnendur [C]Worthy, og dr. Nina Bednarsek frá Oregon State-háskóla. Þau munu fara betur yfir vísindin að baki aukningu á basavirkni hafsins, ásamt því að lýsa fyrirhuguðum vettvangsrannsóknum á Íslandi á þessu sviði. Eftir fyrirlesturinn verður óformlegt kaffispjall við teymið.
Ágrip:
Vísindaleg samstaða er um að nauðsynlegt sé að fjarlægja koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hitastigi jarðar innan við 1,5 eða 2°C. Aukning á basavirkni hafsins snýst um að magna upp náttúrulegt veðrunarferli sem á sér stað þegar basískt berg berst með ferskvatni í hafið og setur af stað efnahvörf sem fanga CO2 úr andrúmsloftinu. Þetta náttúrulega veðrunarferli er ástæðan fyrir því að hafið er nú þegar langstærsti kolefnisgeymir veraldar en vísindafólk skoðar hvort hægt sé að virkja hafið betur til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Hins vegar er mörgum spurningum enn ósvarað áður en hægt er að beita aðferðinni á stórum skala. Til að svara þeim spurningum er mikilvægt að fjölga rannsóknum og þróun á þessu sviði.
Fyrirlestur um rannsóknir á aukinni basavirkni hafsins