Kynning á niðurstöðum könnunar KÍ
Hvenær
30. apríl 2024 11:00 til 12:00
Hvar
Stakkahlíð / Háteigsvegur
K-208
Nánar
Aðgangur ókeypis
Nýlega fór fram ráðstefna á vegum Kennarasamband Íslands þar sem m.a var farið yfir helstu niðurstöður könnunar sem KÍ lagði fyrir félagsmenn.
Niðurstöðurnar voru athyglisverðar og var m.a sagt frá óskum starfandi kennara varðandi starfsþróun, óskir um frekari stuðning við nýliða í kennslu, hverju máli skiptir fyrir kennarastarfið, starfsumhverfi, álag og fleira.
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ og Jónína Hauksdóttir varaformaður munu vera með kynningu í Stakkahlíð um niðurstöðurnar þriðjudaginn 30.apríl kl. 11 -12 í stofu K-208.
Kynningin er opin öllum áhugasömum.