Skip to main content

Með sjálfbærni að lífsstarfi - málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts

Með sjálfbærni að lífsstarfi - málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. mars 2024 15:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing í tilefni 60 ára starfsafmælis Jóns Kristinssonar. Í janúar 2024 hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi. Málþingsstjóri er Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ.

Setning - Sigríður Maack formaður Arkitektafélags Íslands og Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ bjóða gesti velkomna -  

Samþætt sjálfbær hönnun Jóns Kristinssonar. Prof.dr.ir. Andy van den Dobbelsteen PhD, prófessor við Tækniháskólann í Delft.

Tíðni rakaskemda og gæði innilofts- er hægt að draga úr vandamálinu með varmaskipti á loftræstingu? Björn Marteinsson arkitekt og byggingarverkfræðingur og fyrrum kennari við HÍ.

Í upphafi skyldi endinn skoða. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt fjallar um sjálfbæra húsagerð.

Pallborð: Jón Kristinsson, Koos Slootweg, Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir verkfræðingur ásamt ræðumönnum dagsins. Umræðuefni, sjálfbærar lausnir í hitun, einangrun og loftræsingu húsa á Íslandi. Stjórnandi pallborðs er Guðrún Ingvarsdóttir.

Málþingi slitið

Jón Kristinsson arkitekt

Með sjálfbærni að lífsstarfi - málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts