Skip to main content

Ofurhraðir seguleiginleikar í vdW seglum

Ofurhraðir seguleiginleikar í vdW seglum  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2024 10:00 til 11:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Elton J. G. Santos flytur fyrirlesturinn Ofurhraðir seguleiginleikar í vdW seglum

Ágrip

Tvívíðir seglar teljast meðal fárra efna með sterka spunafylgni í markgildi atómþykktar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig mismunandi lagskipt efni, eins og CrX3 (X=F, Cl, Br, I), MnPS3, Fe5-xGeTe2 og Cr2Ge2Te6, er hægt að nota til að kanna spunafylgni með hliðsjón til skammtahrifa, grannfræðilegrar spunaörvunar og ofurhröðum laser-ljóspúlsum. Sýnt verður hvernig van der Waals seglar ná tvívíðu jafnvægisástandi án þess að nein segulstefnuhneigð sé til staðar í efninu. Nýlegar rannsóknir á segulörvunum með ofurhröðum ljóspúlsum á vdW marglögum, verða kynntar og hvernig þau efni nýtast í hagnýtum tilgangi með stjórnun á seguleiginleikum með ljósstýringu.

Um fyrirlesarann

Dr Santos lauk doktorsnámi árið 2011 frá Danska Tækniháskólanum og Háskólanum í Baskalandi. Hann hefur hlotið European Honor verðlaunin fyrir doktorsverkefni sitt og John A. Pauls nýdoktora styrkinn við Harvard Háskóla þar sem hann framkvæmdi rannsóknir á nýjum efnum fyrir orkutækni. Árið 2013 hóf hann störf við Stanford Háskóla sem sérfræðingur. Árið 2015 hóf hann störf við Queen’s University Belfast þar sem hann setti á fót rannsóknarhóp á sviði tvívíðra efna og í orkuhagkvæmum ferlum. Hann hlaut fastráðningu árið 2019. Hann hlaut Charles Hatchett verðlaunin árið 2020 fyrir rannsóknir sýnar á efnum fyrir orkutækni. Árið 2020 fluttist hann til Edinborgarháskóla þar sem hann hlaut fasta stöðu við eðlisfræði og stjarnvísindadeild skólans. Hann var valinn inn í Institute of Physics samtökin árið 2023 og starfar nú sem EPSRC vísindamaður í efnum fyrir orkutækni.

Dr. Elton J. G. Santos flytur fyrirlesturinn Ofurhraðir seguleiginleikar í vdW seglum

Ofurhraðir seguleiginleikar í vdW seglum