Skip to main content

Hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni

Hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2024 10:30 til 12:00
Hvar 

Þjóðminjasafn Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Landbúnaðarháskóli Íslands og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hafa leitt saman krafta sína og bjóða ykkur velkomin á málþing þann 21. febrúar næstkomandi um hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni sem fer fram í sal Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41, frá kl. 10:30 - 12:00. Boðið verður upp á veitingar að málþingi loknu.

Háskólastofnanir leika lykilhlutverk í að leiða þarfar samfélagsbreytingar og hafa því ríkum skyldum að gegna í grænu umbreytingunni. Hvert er hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni? Hvernig geta háskólar tekist á við þessar áskoranir? Hvernig er hægt að styðja við rannsóknir, kennslu og tryggja örugga fjármögnun? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara á málþinginu.

Dagskrá:
Opnunarávarp frá Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanns samstarfsnefndar háskólastigsins
Erindi frá Brynhildi Davíðsdóttur, varaformanni Loftslagsráðs og prófessor í umhverfis- og auðlindafræði um grænu umbreytinguna
Jóhanna Gísladóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir evrópska samstarfsverkefnið U-GREEN
Panell að loknum erindum þar sem sitja munu meðal annars Halldór Jónsson, sviðstjóri vísinda og nýsköpunarsviðs HÍ, Brynhildur Bjarnadóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, og Dagmar Óladóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Fundarstjóri á málþinginu verður Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Viðburðurinn er haldin með stuðningi frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Háskólastofnanir leika lykilhlutverk í að leiða þarfar samfélagsbreytingar og hafa því ríkum skyldum að gegna í grænu umbreytingunni. Hvert er hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni? Hvernig geta háskólar tekist á við þessar áskoranir? Hvernig er hægt að styðja við rannsóknir, kennslu og tryggja örugga fjármögnun? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara á málþinginu.

Hlutverk háskólanna í grænu umbreytingunni