Skip to main content

Skæðasta tímabil berklaveikinnar 1890-1940

 Skæðasta tímabil berklaveikinnar 1890-1940 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. janúar 2024 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 311

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Skæðasta tímabil berklaveikinnar 1890-1940. Málstofan verður í stofu 311 í Árnagarði, þriðjudaginn 30. janúar kl. 16:00-17:00.

Lýsing:

Berklaveiki var sannkallað þjóðarmein á Íslandi á árunum 1920 til 1930. Á þessu árabili létust um 2000 manns af völdum berklaveiki, eða um 200 manns á ári. Um langan aldur hafði þessi sjúkdómur verið talinn algengastur og banvænstur allra næmra sjúkdóma í mörgum löndum Evrópu. Læknar hér á landi þökkuðu það góðu og heilnæmu loftslagi að hér þreifst þessi sjúkdómur ekki. Dró þó fyrir sólu árið 1895, þegar tveir læknar stigu fram á ritvöllinn og færðu landsmönnum þau illu tíðindi að lungnatæring hefði færst mjög í vöxt á Íslandi á síðustu árum. Fyrir svo fámenna þjóð væri slæmt að nýr sjúkdómur festist í landinu sem legði fjölda manns í gröfina. En var um nýjan sjúkdóm að ræða? Í málstofunni verður sett fram tilgáta um hvað það var sem olli því að læknar fóru að greina berklaveiki í fólki eftir 1895. Þá kom eitt íslenskt heiti, berklasótt yfir sjúkdóminn. Ég tel að með þessu íslenska sjúkdómsheiti, berklasótt, hafi læknar öðlast tól til að sjúkdómsgreina berkla þegar komið var eitt nákvæmt íslenskt heiti í stað margra og oft óljósra heita um sjúkdóminn. Einnig verður fjallað, með aðstoð dánarskráa (frá 1911) sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands, um ýmsa þætti í sögu berklaveiki á Íslandi.

Erla Dóris Halldórsdóttir er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2016. Hún er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur og hefur starfað við hjúkrun í mörg ár. Starfar nú sem sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og vinnur að rannsókn um berklaveiki á Íslandi.

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Skæðasta tímabil berklaveikinnar 1890-1940. Málstofan verður í stofu 311 í Árnagarði, þriðjudaginn 30. janúar kl. 16:00-17:00.

 Skæðasta tímabil berklaveikinnar 1890-1940