Hvað í ósköpunum er Djúptæknikjarni?
Gróska
Djúptæknikjarni: Betri tæki, betri aðstaða, betri niðurstöður.
Djúptæknikjarni: Þar sem fjölmörg svið vísinda, lista og hönnunar ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum koma saman.
Vísindamenn og fyrirtæki hafa lengi kallað eftir betri rannsóknarinnviðum og tækjabúnaði á Íslandi. Míkrómetrafræsurum á fínsmíða/frumgerðarverkstæði, rafeindasmásjám, tækjum til rannsókna í líftækni, svo eitthvað sé nefnt. Vísindagarðar hafa nú tekið ákvörðun um að undirbúa byggingu Djúptæknikjarna þar sem þessum þörfum er mætt. Djúptæknikjarninn sem rís á næstu árum mun bylta allri aðstöðu hvað varðar rannsóknir og frumgerðarsmíði og verður mikilvæg stoð fjórðu iðnbyltingarinnar hérlendis.
Verið velkomin á opinn kynningarfund í Grósku um Djúptæknikjarna fimmtudaginn 25. janúar kl. 12. Veitingar í boði að fundi loknum.
Dagskrá:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar fundinn.
Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða HÍ, kynnir starfsemi Vísindagarða HÍ og hlutverk þeirra í verkefninu.
Hans Guttormur Þormar, verkefnisstjóri Djúptæknikjarna, fjallar um hugmyndafræðina og þverfaglega samvinnu háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Í kjölfar erinda verða pallborðsumræður þar sem Ásþór Tryggvi Steinþórsson frumkvöðull, Hans Guttormur Þormar og Sigurður Magnús Garðarsson taka þátt ásamt því að svara spurningum úr sal.
Fundarstjóri: Þórey Einarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ
Verið velkomin á opinn kynningarfund í Grósku um Djúptæknikjarna fimmtudaginn 25. janúar, kl. 12:00.