Á ríkið að grípa inn í almennan raforkumarkað?
Hvenær
26. janúar 2024 11:00 til 12:00
Hvar
Oddi
Stofa 312
Nánar
Aðgangur ókeypis
Mikil umræða hefur verið um fyrirsjáanlegan skort á almennum raforkumarkaði á Íslandi. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga sem heimila stjórnvöldum inngrip í þennan markað.
Daði Már Kristófersson prófessor fjallar um stöðuna og afleiðingar inngripa til lengri og skemmri tíma. Rætt verður hvernig nágrannalöndin hafa brugðist við svipuðum áskorunum, hvaða lærdóm megi draga af reynslu þeirra sem og til hvaða annarra aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið til að bregðast við núverandi vanda.
Daði Már Kristófersson | Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands