Miðbiksmat í ferðamálafræði - Barbara Olga Hild
Askja
Stofa 130
Heiti ritgerðar: Áhættustýring í ævintýraferðamennsku á norðurslóðum: Hlutverk leiðsögumanna og hæfni í öryggismálum
Doktorsnefnd: Gunnar Þór Jóhannesson, Are Kristoffer Sydnes (UiT The Arctic University of Norway) og Sigmund Fredrik Andersen (UiT The Arctic University of Norway)
Ágrip
Ævintýraferðamennska á á norðurslóðum færist stöðugt í aukana sem eykur líkur á slysum og veldur álagi á staðbundna neyðarþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að greina tengsl á milli hæfni leiðsögumanna og öryggis í ferðum. Eftirfarandi lykilatriði eru skoðuð í rannsókninni: hlutverk leiðsögumanna til að minnka áhættu, þjálfun leiðsögumanna, öryggisráðstafanir og viðbúnaður við neyðarástandi (t.a.m. björgunarsveita) á norðurslóðum.
Markhópur rannsóknarinnar eru ævintýraleiðsögumenn sem starfa á Íslandi, Svalbarða og Grænlandi og aðilar sem bjóða nám í ævintýraleiðsögn.
Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er að efla þekkingu um um hæfni og öryggi í ævintýraferðamennsku á norðurslóðum og auka veg vísindarannsókna við stefnumörkun áfangastaða í heimskautaferðamennsku.
Langtímaáhrif rannsóknarinnar á samfélagið fela í sér að beita niðurstöðunum til að búa til ramma um öryggismál í ævintýraferðamennsku á norðurslóðum og auka þátttöku leiðsögumanna í rannsóknum og nýsköpun.