Skip to main content

Kynningarfyrirlestur prófessors: Ástríður Stefánsdóttir

Kynningarfyrirlestur prófessors: Ástríður Stefánsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. febrúar 2024 16:00 til 18:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ástríður Stefánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild heilsueflingar, Íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði. 

Í tilefni af því verður haldin kynningarfyrirlestur prófessors þann 15.febrúar undir yfirskriftinni: Hvaða erindi á fólk með þroskahömlun í háskóla?

Ástríður Stefánsdóttir er prófessor í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 1989. Hún lauk B.A. prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1992 og M.A. prófi í heimspeki frá Dalhousie University í Kanada árið 1993. Hún hefur starfað sem læknir en einnig við háskólakennslu. 

Í rannsóknum sínum hefur Ástríður fyrst og fremst beint sjónum sínum að  lífssiðfræði, siðfræði og lýðheilsu, siðfræði læknisfræðinnar, sjálfræði og minnihlutahópa, samskipti og túlkun, fagmennsku, siðfræði, fötlunarrannsóknir og vísindasiðfræði.

Ástríður var ráðinn í stöðu lektors við Menntavísindasvið HÍ árið 1998 og varðdósent árið 2008. Hún lauk doktorsprófi í Hagnýtri Siðfræði árið 2022 frá sama skóla og fékk framgang í stöðu prófessors við Háskóla Íslands árið 2023.

Þess ber að geta að Atli Harðarson, prófessor við Menntavísindasvið mun bregðast við erindinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni, Stakkahlíð.

Ástríður Stefánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Deild heilsueflingar, Íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði. Í tilefni af því verður haldin kynningarfyrirlestur prófessors þann 15.febrúar undir yfirskriftinni: Hvaða erindi á fólk með þroskahömlun í háskóla?

Kynningarfyrirlestur prófessors: Ástríður Stefándsóttir