Kennsluakademían – upplýsingafundur vegna umsóknar um inngöngu
Á Teams
Kennsluakademía Opinberu háskólanna boðar til upplýsingafundar vegna næsta inntökuferlis.
Kennsluakademían er vettvangur að norrænni fyrirmynd sem ætlað er að stuðla að kennsluþróun.
Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla.
Kennsluakademía byggist á alþjóðlegri áherslu á fræðimennsku í kennslu (Scholarship of teaching and learning eða SoTL). Með Kennsluakademíunni er veitt viðurkenning þeim kennurum sem hafa lagt sérstaka alúð við kennslu, haft nám nemenda að leiðarljósi og unnið markvisst að kennsluþróun.
Mánudaginn, 15.janúar kl. 12 verður haldinn kynningarfundur á Teams fyrir þá kennara opinberu háskólanna á Íslandi sem vilja fræðast um akademíuna og hugsanlega sækja um inngöngu. Stjórn akademíunnar og nokkrir meðlimir hennar munu sitja fyrir svörum og veita þeim sem hafa áhuga á að sækja um nánari upplýsingar.
Meginmarkmið með Kennsluakademíunni er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla.