Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur Heiða María Sigurðardóttir - Myndvinnsluforrit heilans

Prófessorsfyrirlestur Heiða María Sigurðardóttir - Myndvinnsluforrit heilans - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2023 15:00 til 16:00
Hvar 

Læknagarður

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiða María útskrifaðist með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Eftir útskrift starfaði hún hjá Vísindavef Háskóla Íslands við vísindamiðlun. Heiða María varði doktorsritgerð sína við Taugavísindadeild Brown University árið 2013. Hún er nú prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands og einn stjórnenda Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab).

Helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu er hvernig við förum að því að skilja hvar mikilvægir hlutir eru í kringum okkur, hverjir þeir eru og hvernig best er að bregðast við þeim. Eitt helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu undanfarin ár er þáttur sjónrænnar úrvinnslu í lesblindu. Hún vinnur nú að frekari kortlagningu sjónrænnar hlutaskynjunar með því að kanna einstaklingsmun í sjónskynjun, hæfileika fólks og raskanir. Heiða María hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, þar á meðal alþjóðlegan samkeppnisstyrk (International Fulbright Science and Technology Award) til að hefja nám í taugavísindum í Bandaríkjunum, verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ungs og efnilegs vísindamanns, og hefur í þrígang hlotið verkefnastyrk Rannsóknasjóðs Íslands (RANNÍS).

Viðburðurinn verður í streymi: https://eu01web.zoom.us/j/66115849241 

Heiða María Sigurðardóttir heldur prófessorsfyrirlestur í Læknagarði fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15:00. Heiti fyrirlestursins er: Myndvinnsluforrit heilans. Öll velkomin

Prófessorsfyrirlestur Heiða María Sigurðardóttir - Myndvinnsluforrit heilans