Skip to main content

Miðbiksmat í efnafræði - Benedikt Orri Birgisson

Miðbiksmat í efnafræði - Benedikt Orri Birgisson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. desember 2022 15:00 til 17:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Titill: Orku- og hleðslufærsla í örvuðum rafeindaástöndum sameinda

Doktorsefni: Benedikt Orri Birgisson

Doktorsnefnd:
Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Elvar Ö. Jónsson, sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans
Gianluca Levi, nýdoktor við Raunvísindastofnun  Háskólans
Asmus O. Dohn,  nýdoktor við DTU, Danmörku

Ágrip

Reikningar á orku og hleðslufærslu innan og milli sameinda í örvuðum rafeindaástöndum hafa verið gerðir með ýmsum þéttnifellum. Fyrir hringlaga tvíamín, DMP, er lægsta örvaða ástandið af Rydberg gerð og samsvarar spunaþéttni á öðru N atóminu en sameindin fer þaðan í orkulægra dreift ástand með því að hoppa yfir orkuhól og breyta um lögun. Orkulandslagið sem samsvarar Rydbergástandinu er reiknað með ýmsum þéttnifellum með katjónarnálguninni með sérstakri áherslu á orkuhólinn. Niðurstöðurnar sýna að einungis felli sem innihalda beina sjálfsvíxlverkunarleiðréttingu eða verulega vigt á nákvæma víxlunarliðnum gefa orkulandslag sem er í samræmi við þá eiginleika sem hægt ákvarðaðir hafa verið út frá birtum mæliniðurstöðum. Í öðrum reikningum er orkuflutningurinn frá örvuðum ástöndum uppleystra komplexa reiknaður til að finna gang orkuflutningsins og þar með líftima örvaða ástandsins. Bæði vatn og asítónítríl leysar fyrir tvo komplexa með pari af hliðarmálmsatómum hafa verið rannsakaðir.