Verið velkomin á Atvinnudaga HÍ! Atvinnudagar HÍ fara fram dagana 29. janúar - 2. febrúar en þar verður lögð sérstök áhersla á atvinnumál og undirbúning nemenda HÍ fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Markmið Atvinnudaga HÍ er að veita fræðslu um starfsþróun á meðan á háskólanámi stendur og hvað þurfi að hafa í huga við undirbúning þátttöku á vinnumarkaði. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með kynningum, fyrirlestrum, heimsóknum og spjalli. Hver dagur hefur sitt eigið þema og nær ætti að vekja athygli og áhuga stúdenta! Dagskráin verður með fjölbreytt þemu. Það eru Nemendaráðgjöf HÍ (NHÍ), Tengslatorg HÍ, Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ, Miðstöð framhaldsnáms, Vísindagarðar HÍ og KLAK - Icelandic startups sem standa að dagskránni. Fylgist vel með hér á vefnum því dagskráin getur tekið breytingum. 29. janúar 12:00 - 14:00 Ertu til í nýsköpun? - Opnunarviðburður Atvinnudaga Staðsetning: Gróska Öll velkomin á opnunarviðburð Atvinnudaga HÍ 2024. Léttir hádegisréttir eru í boði Vísindagarða HÍ. Á viðburðinum verður boðið upp á stutt erindi frá fulltrúum Háskóla Íslands og samstarfsaðila sem styðja við nýsköpun innan háskólasamfélagsins auk þess sem við fáum reynslusögu frá frumkvöðli. Á göngugötunni í Grósku gefst einnig tækifæri til að spjalla við fulltrúa fjölda sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og styrkja þannig tengslanetið og kynna sér atvinnumöguleika hjá sprotum. Kíktu á Facebook-viðburðinn hér. 16:00 - 17:00 Doktorar að störfum: starfsleiðir fyrir utan háskólann / PhDs at work: Exploring careers outside academic Staðsetning: Zoom - Skráning í gegnum Uglu How can PhD students with much education but perhaps less work experience make a career outside traditional academia? Various experts will introduce tools and techniques for exploring career options beyond the university. Held in English. Registration here. Participants: - L. Maren Wood, PhD, Founder and CEO, Center for Graduate Career Success - "How to find a job where you´ll thrive" - Jónína Ólafsdóttir Kárdal, Career Counsellor, University of Iceland - "The importance of connecting - wherever you are" - Eyrún Lóa Eiríksdóttir, PhD student in Comparative Literature and Project Manager, Division of Research & Innovation, University of Iceland - "A looking glass onto your future career: the UI PhD alumni database" The discussion will be moderate by Toby Erik Wikström, Project Manager at the Graduate School. 30. janúar 11:45 - 13:30 Fyrirtækið ég Staðsetning: Litla Torg 2. hæð Háskólatorg Dagskrá í umsjón Fjármála- og atvinnulífsnefndar SHÍ. Sigríður Guðmundsóttir, mannauðsstjóri Landsbankans: Umsækjandinn ég Hvernig vek ég athygli á mér í ráðningarferlinu? Jóhanna M. Jónsdóttur, þjónustustjóri í verðbréfa & lífeyrisþjónustu Landsbankans: Hvernig byrja ég að fjárfesta? Förum yfir hvað þarf að hafa í huga áður en þú byrjar að fjárfesta, hvernig þú byrjar og hvaða möguleikar eru í boði. Bjarki Leósson, sérfræðingur í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans: Allt sem þú þarft að vita um viðbótarlífeyrissparnað Förum yfir viðbótalífeyrissparnaðinn, hvaða ávöxtunarleiðir eru í boði og hvernig fyrstu kaupa úrræðið virkar eiginlega. Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri Markaðs- og samskiptasviðs HÍ: Brandurinn ég Við birtumst öll og tjáum okkur með einhverjum hætti og höfum því ásýnd og tón en ímynd okkar eða orðspor byggir ekki síður á þeirri reynslu sem við öflum okkur, þekkingu og færni og því hvernig við hagnýtum þessa þætti í þágu okkar sjálfra og annarra. Öll höfum við því þætti sem aðgreina okkur og við höfum gildi sem skilgreina okkur. Þannig erum við á vissan hátt „brandur“ eða persónulegt vörumerki. Ef við erum öll brandurinn ég - getum við þá stýrt okkur eins og hverju öðru vörumerki? Andri Valur Ívarsson, lögfræðingur hjá BHM: Réttindi samkvæmt kjarasamningum Fjallað um ýmis réttindi sem starfsfólki eru tryggð í kjarasamningum. Einnig mun farið yfir launaseðla og atriði sem gott er að hafa í huga þegar þeir eru skoðaðir. Veitingar verða í boði frá Ölgerðinni og Subway á meðan birgðir endast. 12:00 - 13:00 Að hasla sér völl: tækifæri í hugvitshagkerfi Íslands fyrir doktorar / Getting in on the Action: Opportunities in the Icelandic Knowledge Economy for PhDs. Roundtable Staður: Zoom Skráning í gegnum Uglu. Umræðufundur á vegum Miðstöðvar framhaldsnáms við HÍ. Roundtable discussion Registration here. Participants: - Einar Mäntylä - CEO, Technology Transfer Office Iceland - Amber Monroe - Owner, Isponica - Þorbjörg Helga (Tobba) Vigfúsdóttir - CEO, Kara Connect Today the Icelandic economy is more than just fish and tourism: many knowledgeintensive companies have been founded in the past years in sectors such as green energy, pharmaceuticals and software development. But what does the new knowledge landscape look like, and what employment opportunities does it offer to PhDs? In this event, roundtable experts will give us insight into the exciting, dynamic knowledge economy taking shape in Iceland, identify companies and institutions likely to be interested in PhDs with much education but perhaps less work experience can get in on the action in the new knowledge domain. Moderator: Toby Erik Wikström, University of Iceland Graduate School 31. janúar 12:00 - 13:00 Vits er þörf þeim er víða ratar Staðsetning: Oddi 202 2. hæð Kynning á starfstækifærum hjá EFTA og Eftirlitsstofnun EFTA Kynning á Erasmus+ styrkjum til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu í Evrópu fyrir nemendur HÍ Fulltrúar frá EFTA/Eftirlitsstofnun EFTA og Alþjóðasviði HÍ 13:15 - 17:00 Stöðug þróun og ábyrg uppbygging - skyggnst inn í framtíð Keflavíkurflugvallar FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA VEÐURS - NÁNARI UPPLÝSINGAR SÍÐAR Skoðunarferð á Keflavíkurflugvöll í boði ISAVIA og breska byggingar- og ráðgjafarfyrirtækisins Mace. Rúta fer frá Aðalbyggingu kl. 13:15. Skráning NAUÐSYNLEG - takmarkaður sætafjöldi 1. febrúar Framadagar AIESEC fara fram í Háskólanum í Reykjavík milli kl. 10 og 14. Þar geta stúdentar hitt fulltrúa fjölda fyrirtækja og stofnana og kynnt sér atvinnumöguleika til lengri eða skemmri tíma. Framadagar eru nú haldnir í 28. sinn. 2. febrúar Þetta er síðasti dagur Atvinnudaga 2024 og nú er spurningin hvert næsta skref þitt verður varðandi undirbúning fyrir vinnumarkaðinn. Hér er stafrænt efni sem náms- og starfsráðgjafar hjá Nemendaráðgjöf HÍ og er hagnýtt þegar horft er til þessa undirbúnings. Einnig eru hér upptökur frá fyrri dagskrám Atvinnudaga HÍ. Njótið vel! Gerð ferilskrár Gerð kynningarbréfs Atvinnuviðtalið Atvinnudagar 2023 upptökur Hvað felst í því að stýra eigin starfsferli í nútímasamfélagi Tengsl og tunga - Bragi Valdimar Skúlason facebooklinkedintwitter