Skip to main content

Rannsóknir á kríum

Kría er útbreidd og algeng við Breiðafjörð. Kría á varptíma hefur viðurværi sitt fyrst og fremst af síli og öðrum smáfiskum sem nást í stuttum sjóferðum. Kría, eins og aðrar þernur, hefur verið flokkuð sem innfjarða sjófugl (inshore feeder), andstætt, t.d. svartfuglum og pípunefjum, sem oft fara í gríðarlangar ferðir til fæðuöflunar (Ashmole 1963, Ibis 103b).

Almennt um kríu

Síðustu ár virðist sandsíli hafa brugðist sem fæðuuppspretta og hefur það haft víðtæk áhrif á sjófugla. Rannsóknir hófust  í stóru kríuvarpi við á Snæfellsnesi 2006 sem miða að því að kanna varpþætti kríu og tengja við fæðuframboð. Sumarið 2007 færðum við út kvíarnar og heimsóttum 11 kríuvörp víðs vegar um Snæfellsnes. Í fyrstu atrennu var varptími kannaður og sú orka sem fer í varpið (stærð og fjöldi eggja).

Nánar um rannsóknir á kríu

freydís með kríuunga