Vísindahvísl í Odda árið 2020. Þá var sú nýbreytni að boðið var upp á röð örfyrirlestra í Odda samhliða dagskrá Háskóladagsins þann 29. febrúar 2020 kl. 12 - 16. Dagskráin verður eftirfarandi: Tími Fyrirlestur Staður Fyrirlesari 12:00 Lýðræði á Íslandi Oddi 101 Eva H. Önnudóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild 12:20 Konur og hamfarahlýnun Oddi 101 Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild 12:20 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Oddi 201 Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild 12:40 Hvernig getum við stutt foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki? Oddi 101 Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við Menntavísindasvið og umsjónarmaður námsleiðarinnar foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf 12:40 Við þurfum öll að borða, en hver eru umhverfisáhrifin? Oddi 201 Ólafur Ögmundarson, aðjunkt við Matvæla og næringarfræðideild 13:00 Hvað er að gerast á Reykjanesi og hvernig stemmir það við jarðfræði Íslands? Oddi 101 Ármann Höskuldsson, rannsóknaprófessor hjá Raunvísindastofnun 13:00 Þjóðfræði þorrans Oddi 201 Kristinn Schram, dósent við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild 13:20 Matur og hreyfing, lífsins elexír? Oddi 101 Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent við Matvæla- og næringarfræðideild 13:20 Bókmenntir og fræði: Fyrir hvern og til hvers? Oddi 201 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild 13:40 Ugla sat á kvisti: Hvaða nám á ég að velja? Oddi 101 Inga Berg, náms- og starfsráðgjafi 14:00 Hryðjuverkaógn á Íslandi: Áhrif á borgara, lagasetningar og lögmæti Oddi 101 Margrét Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri & Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 14:00 Nýjar námsleiðir í hagnýtri atferlisgreiningu Oddi 201 Anna-Lind Pétursdóttir, prófessor við Menntavísindasvið 14:20 Hvaða falsfréttir eru hættulegastar? Oddi 101 Finnur Ulf Dellsén, dósent við Sagnfræði- oig heimspekideild 14:20 Félagsfræði og árangur Oddi 201 Viðar Halldórsson, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild 14:40 Velkomin í háskóla! Verkfæri fyrir skrif og textavinnu á háskólastigi Oddi 101 Randi W. Stebbins, verkefnastjóri Ritvers Háskóla Íslands 14:40 Ugla sat á kvisti: Hvaða nám á ég að velja? Oddi 201 Inga Berg, náms- og starfsráðgjafi 15:00 Kolefnisfótspor ferða og áhrif umhverfisvitundar á losun Oddi 101 Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði 15:00 Verðmætamat á náttúrugæðum Oddi 201 Ágúst Arnórsson, verkefnisstjóri hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 15:20 Matur er magnaður: efnafræðin í eldhúsinu Oddi 101 Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild 15:20 Framtíðarmöguleikar í nýju kennaranámi Oddi 201 Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs, og Kristín Jónsdóttir, lektor og formaður fagráðs um kennaramenntun 15:40 „Við eigum ekkert hús“: Reynsla barna af því að búa við fátækt Oddi 101 Hervör Alma Árnadóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild og Soffía Hjördís Ólafsdóttir, félagsráðgjafi Lýðræði á Íslandi Um hvað snýst lýðræði og af hverju er það mikilvægt? Skipta kjósendur máli? Eru stjórnmálaflokkar úrelt fyrirbæri? Hvaða hlutverki gegna fjölmiðlar í lýðræðissamfélagi? Eva H. Önnudóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild. Konur og hamfaralýnun Það er margt sem bendir til þess að hamfarahlýnun hafi önnur og meiri áhrif á líf kvenna á Norðurslóðum og á suðurhveli jarðar, heldur en á líf annarra jarðarbúa enn sem komið er. Helstu áhrifavaldar eru vatnsskortur, minnkandi uppskera og aukið vinnuálag á konur sem oft bera alla ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar á meðan eiginmenn þeirra verða í auknum mæli að fara og leita að störfum fjarri heimahögum. Alltof lítil áhersla hefur verið lögð á að vekja athygli heimsins á þeirri neyð sem hamfarahlýnun hefur þegar valdið í lífi milljóna kvenna. Þörfin á vitundarvakningu um hagi þessara kvenna er mikil og forsendan til þess að heimurinn finni fyrir ábyrgð sinni er að þeirra saga sé sögð – að raddir þeirra fái að heyrast. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Í erindinu er farið yfir helstu frambjóðendur í forsetakosningum í Bandaríkjunum og hvernig kosningakerfið hefur áhrif á möguleika þeirra til að ná kjöri. Áheyrendur fá innsýn í hugmyndir um áhrif óháðra kjósenda, sveiflufylgis og kjörsóknar, og skilning á kjörmannakerfinu. Hvernig getum við stutt foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki? Barnauppeldi er eitt mikilvægasta hlutverk sem fólk tekur sér fyrir hendur í lífinu, bæði hvað varðar framtíð hvers barns sem og samfélagsins alls. Foreldrahlutverkið er gefandi og veitir gleði en á sama tíma er það flókið, krefjandi og veldur álagi. Hvernig getum við stutt foreldra í þessu mikilvæga hlutverki þeirra? Námsleiðin foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf er ný námsleið á Menntavísindasviði. Meginmarkmið námsleiðarinnar er að búa fagfólk undir að vinna með foreldrum allra barna með áherslu á margbreytileika fjölskyldna (m.a. eftir fjölskyldugerð, uppruna og stéttarstöðu) og styrkja sjálfstraust foreldra í uppeldishlutverki sínu með fræðslu, umræðu og ráðgjöf um þroska barna og uppeldi í víðum skilningi. Um leið er markmiðið að búa fólk undir að standa að slíkri fræðslu í tengslum við stofnanir eins og leik-, grunn- og framhaldsskóla, heilbrigðisstofnanir, félagsstofnanir og trúarstofnanir. Jafnframt er markmiðið að efla rannsóknarhæfni fólks og styrkja þar með rannsóknir á þessu sviði. Við þurfum öll að borða, en hver eru umhverfisáhrifin? Við þurfum öll að borða, en hver eru umhverfisáhrifin? Nú stöndum við svo frammi fyrir því að við getum ekki umgengist móður jörð á þann hátt sem við höfum gert hingað til, en miðað við núverandi lifnaðarhætti þurfum við margar jarðir til að standa undir þeim. Stór hluti af þeim umhverfisáhrifum sem neysla okkar veldur er vegna matvælaframleiðslu, en samtímis lifum við ekki af án næringar. Svo hvað getum við gert? Við þeirri spurningu er því miður ekki til einfalt svar, en í fyrirlestri mínum mun ég fjalla um tengsl matar og næringu við valin Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna auk vangaveltna um hernig við getum mætt þeim og flækjustigið sem því tengist. Jarðhræringar á Reykjanesi Í erindinu verður farið yfir núverandi jarðhræringar á Reykjanesi og þær skoðaðar í ljósi fortíðar og tilvistar Íslands í miðju Norður-Atlandhafi. Þjóðfræði þorrans Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, heldur erindi um hefðir og siði í tengslum við þorrann og þorrablót. Í fyrirlestri sínum mun Kristinn meðal annars ræða hugmyndir um fornar rætur þorrablótsins og tilkomu þess eins og við þekkjum það í dag. Gripið verður niður í hinar ýmsu heimildir svo sem fornsögur, kvæði, þjóðháttalýsingar sem og vettvangsrannsóknir á meðal útrásarvíkinga og Íslendingafélaga erlendis. Matur og hreyfing lífsins elexír? Matur og hreyfing – lífsins elexír? Oft er sagt „þú ert það sem þú borðar“ og „hreyfing er undirstaða heilbrigðis“. Ráðleggingar benda á að matur og hreyfing eru samantvinnaðir grunnþættir í heilbrigðum líffstíl almennings. En hvað er hollt, er eitthvað óhollt sem viðkemur mat og hreyfingu. Þegar stórt er spurt, verður oft fátt um svör að minnsta kosti eru ekki til nein einföld svör hvernig getum við tryggt langt og gott líf. Í fyrirlestrinum verður fjallað um tengsl matar og hreyfingar við heilbrigðan líffstíl og hvort við getum tryggt okkur gegn langvinnum sjúkdómum eða ótímabærum dauða. Bókmenntir og fræði: Fyrir hvern og til hvers? Farið verður yfir tengsl skáldskapar og fræða og spurt spurninga um hvernig þetta tvennt fari saman. Þá verður einnig farið yfir helstu nýjungar í námi og rannsóknum í bókmenntafræði. Ugla sat á kvisti: hvaða nám á ég að velja Er það tilviljun sem ræður námsvali? Hvaða aðferðir er hægt að nota til að taka farsæla ákvörðun um framtíðarnáms- og starfsferilinn? Náms- og starfsráðgjafi Háskóla Íslands kynnir fyrir gestum Háskóladagsins leiðir til að skoða betur fjölbreytt námsframboð við Háskóla Íslands ásamt því að kynna leið til að taka ákvörðun um fyrirhugað nám.Hryðjuverkaógn á Íslandi: Áhrif á borgara, lagasetningar og lögmæti Lýðræðisríkjum, þar á meðal Íslandi, stendur ógn af hryðjuverkum sem skapa þrýsting á lýðræðislega kjörna fulltrúa. Eitt af mikilvægustu verkefnum þeirra er að tryggja öryggi borgaranna. Ef borgarar upplifa óöryggi og að lögum og reglum sé ekki framfylgt getur það grafið undan trausti á stjórnvöldum. Aðgerðir til að tryggja öryggi borgara geta þó einnig grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Aðgerðir eins og húsleitir án heimilda, handtökur, símahleranir og langt gæsluvarðhald án dómsúrskurðar geta legið beint við til að tryggja öryggi borgaranna en um leið eru þær í andstöðu við borgaraleg réttindi. Mikil togstreita getur því skapast á milli öryggissjónarmiða og frelsissjónarmiða í ríkjum sem byggja á lýðræðisgildum. Í erindinu verður farið yfir helstu niðurstöður úr viðamikilli nýlegri könnun sem þar sem viðhorf Íslendinga til hryðjuverkaógnar og öryggismála var sérstaklega skoðað.Nýjar námsleiðir í hagnýtri atferlisgreiningu Kynntar verða nýjar námsleiðir í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands. Námsleiðirnar eru skipulagðar sameiginlega af deild Heilsu-, íþrótta- og tómstunda á Menntavísindasviði og Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði. Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið. Viðfangsefni hennar eru grunnlögmál hegðunar og hvernig hægt er að beita þeim á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif nám og hegðun hópa og einstaklinga. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir og áhersla lögð á meta og mæla árangur af kennslu eða íhlutun. Markmiðið með náminu er að mennta fagfólk með sérþekkingu og færni til að beita atferlisgreiningu á árangursríkan hátt í starfi. Megináhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og starfsþjálfun sem býr þá undir störf með fjölbreyttum hópum og einstaklingum, þar á meðal börnum með hegðunarerfiðleika, námserfiðleika, einhverfu og/eða þroskafrávik. Námið er ætlað áhugasömum nemendum með grunnháskólagráðu í sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði sem vilja læra lausnamiðaðar og árangursríkar aðferðir sem stuðla að bættri hegðun, líðan og námsframvindu hjá fjölbreyttum hópi. Nemendur fá þjálfun í markvissum og áhrifaríkum leiðir til að fyrirbyggja, meta og leysa ýmiskonar vanda sem tengist námi og hegðun. Námið er fjölbreytt og samanstendur af námskeiðum, hagnýtum verkefnum og starfsþjálfun. Meistaranámið felur einnig í sér lokaverkefni á vettvangi þar sem unnið verður að því að bæta hegðun, námsframvindu eða líðan. Námskeiðin veita góða undirstöðu í kenningarlegum grunni og aðferðum atferlisgreiningar, en fela einnig í sér sérhæfðan undirbúning til að mæta þörfum barna með einhverfu og náms- eða hegðunarerfiðleika. Nemendur fá tækifæri til að vinna hagnýt verkefni og víðtæka starfsþjálfun á vettvangi undir handleiðslu sérfræðinga. Meistaranám: Boðið er upp á hagnýtt meistaranám til 120 eininga í tvö ár. Uppbygging námsins tekur mið af alþjóðlegum viðmiðum um nám í hagnýtri atferlisgreiningu. Nemendur vinna lokaverkefni á vettvangi þar sem markmiðið er að bæta hegðun eða námsframvindu barna. Námið veitir aðgang að doktorsnámi. Umsóknarfrestur í meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu er til 15. apríl. Diplómanám: Boðið er upp 60 eininga diplómanám í eitt ár. Diplómanám er góður valkostur fyrir fagfólk á sviði uppeldis, kennslu eða frístundastarfs sem vill auka færni sína í starfi og hentar til að mynda vel fyrir kennara sem sækja um námsleyfi. Umsóknarfrestur um diplómanám í hagnýtri atferlisgreiningu er til 5. júní." Hvaða falsfréttir eru hættulegastar? Falsfréttir eru margs konar. Sumar falsfréttir eru einfaldlega ósannar (rangfréttir). Stundum er vísvitandi farið með fleipur (lygafréttir). Sumar falsfréttir eru órökstuddar, þ.e.a.s. úr lausu lofti gripnar (ruglfréttir). Loks eru sumar falsfréttir vísvitandi hannaðar til að vera villandi eða misvísandi (villufréttir). En hvaða tegund falsfrétta er hættulegust? Ég færi rök fyrir því að villufréttir – villandi fréttir – séu verstar að tvennu leyti: Annars vegar er erfiðast að fletta ofan af upplýsingaveitum sem miðla eingöngu villufréttum en ekki öðrum falsfréttum. Og hins vegar eiga óprúttnir aðilar auðveldast með að smygla villufréttum inn til hefðbundinna fréttamiðla til að skekkja opinbera umræðu og skoðanamyndun almennings.Félagsfræði og árangur Félagsfræðin hefur gengt mikilvægu samfélagslegu hlutverki í gegnum tíðina með því að benda á alls kyns óréttlæti og ójöfnuð á ýmsum sviðum samfélagsins og hefur hún meðal annars fjallað um félagslegar forsendur þess að fólk býr í fátækt eða fremur glæpi. En félagsfræðinni er ekkert óviðkomandi og skoðar félagsfræðin einnig forsendur árangurs og afburða í samfélaginu. Í þessu erindi mun ég beina sjónum að félagslegum forsendum þess að einstaklingar og hópar nái árangri á ýmsum sviðum, eins og í íþróttum, listum og vísindum. Hið félagslega umhverfi sem fólk lifir og hrærist í dags daglega hefur þannig áhrif á einstaklinga og hópa, mótar áhugasvið þeirra, hugmyndir og tækifæri, hvort sem er til hins betra eða verra. Velkomin í háskóla! Verkfæri fyrir skrif og textavinnu á háskólastigi Stór hluti þess að vera háskólanemi er að skrifa fræðilegar ritgerðir. Ekki láta það hindra þig frá draumi þínum um að gerast námsmaður við HÍ. Ritver HÍ mun hjálpa þér við hvert fótmál og byrjar með stuttri kynningu á ritstuðningi og þjónustu hjá HÍ. Kolefnisfótspor ferða og áhrif umhverfisvitundar á losun Erindið fjallar um uppbyggingu, magn, dreifingu og þá þætti sem hafa áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferðalaga íbúa höfuðborgarsvæðisins, á aldrinum 25-40 ára. Það ríkir samstaða um orsakasamhengi milli fjarlægðar heimilis frá miðbænum og losunar frá daglegum ferðum, sem hefur leitt til áherslu í borgarskipulagi á þéttingu byggðar. Nokkrar rannsóknir hafa hins vegar greint frá öfugri tengingu milli þéttbýlis og losunar frá millilandaferðum. Að auki benda rannsóknir til þess að viðhorf til umhverfismála og áhyggjur af loftslagsbreytingum séu ótengdar eða tengjast jákvætt losunnar frá millilandaferðum. Niðurstöður verða sýndar frá nýjustu greiningu, þar sem vistferilsgreining (LCA) var notuð til að reikna útblástur og var gögnunum safnað með kortakönnun á netinu. Losun frá ferðum erlendis var meiri en frá daglegum ferðum og ferðum út á land, óháð tekjum, hvar fólk býr eða hvaða ferðamáta það velur sér dagsdaglega. Mjög ójöfn dreifing losunar fannst en hún var að meðaltali um fjögur og hálft tonn á mann á ári. Um 3 tonn voru frá millilandaferðum, 1 frá daglegum ferðum innan höfuðborgarinnar og hálft tonn frá ferðum út á land. Meiri vitund um loftslagsbreytingar reyndist spá hærri losun gróðurhúsalofttegunda frá utanlandsferðum, og var sú losun mest í miðbænum sem tengdist heimsborgaralegum viðhorfum meðal íbúa í miðbænum. Verðmætamat á náttúrugæðum Verðmætamat á náttúrugæðum er vandasamt verk og erfitt oft að henda reiðum á mat einstaklinga á náttúrugæðum. Í þessu erindi verður farið yfir nýtstárlega aðferðarfræði við mat á náttúrugæðum en stuðst var við könnun meðal landsmanna þar sem þeir voru fengnir til að leggja fjárhagslegt mat á mismunandi útfærslur innviðauppbygginga. Farið verður yfir aðferðarfræðina, framtíðarmöguleika við nýtingu aðferðarinnar og stiklað á stóru varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. Matur er magnaður: efnafræðin í eldhúsinu Lýsing kemur von bráðar Framtíðarmöguleikar í nýju kennaranámi Ný lög um kennaranám fjölga tækifærum kennara til muna því þeir fá eitt leyfisbréf með heimild til að kenna í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Kennaranemar munu áfram sérhæfa sig til kennslu, til dæmis á leikskólastigi, í yngri barna kennslu í grunnskóla eða til að kenna eldri börnum og ungmennum ákveðnar faggreinar. Kennaranámi lýkur með meistaraprófi og kennaranemar geta á síðasta árinu valið á milli 30 eininga rannsóknarritgerðar og að dýpka sig í kennslufræðum með námskeiðum. Kennaranemar fara ýmist í heildstætt fimm ára kennaranám eða koma inn á meistarastiginu með fjölbreyttar bakkalárgráður að baki. Sérhæfing í kennaranámi snýst t.d. um læsi og stærðfræði, íþróttir og heilsueflingu, náttúruvísindi og sjálfbærni, frjálsan leik og sköpun, samfélagsgreinar og tungumál. Kynntu þér kennaranám og tækifærin sem bjóðast. „Við eigum ekkert hús“ Reynsla barna af því að búa við fátækt Í erindinu verður fjallað um fátækt og börn sem alast upp við fátækt. Umfjöllunin verður sett í samhengi við niðurstöður nýlegra rannsókna þar sem rætt var við börn sem hafa alist upp á heimili þar sem fjölskyldan hefur þurft á sérstöðum stuðningi að halda vegna fjárhagslegra erfiðleika. Niðurstöður benda til þess að börn sem hafa alist upp við fátækt upplifi aðstæður sínar oft erfiðar og flóknar. Börnin töldu sig hafa búið við talsvert óöryggi á húsnæðismarkaði, líf þeirra hafði einkennst af tíðum flutningum sem hafi haft áhrif á vinatengsl og tækifæri til tómstunda. Til þess að vinna að því markmiði að draga úr fátækt er mikilvægt að hlusta á reynslu barna af því að búa við slíkar aðstæður. Tengt efni facebooklinkedintwitter