Skip to main content
17. mars 2016

Fundaröð um störf kvenna í þágu barna

""

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) stendur fyrir hádegisfundum í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt. Málstofuröðin ber heitið „Konur í þágu barna í upphafi 20. aldar“ og er henni ætlað að varpa ljósi á störf kvenna í þágu barna á fyrri hluta síðustu aldar. 

Alls verður boðið upp þrjá opna hádegisfyrirlestra sem haldnir eru allajafna á miðvikudögum, kl. 1213 í stofu H-001 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.

Dagskrá fundaraðarinnar er sem hér segir:

  • 16. mars: Í barnanna þágu. Kosningarétturinn og barnavernd. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns í Landsbókasafni.
  •  20. apríl: Kennslukonur í Reykjavík 1900-1940. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor og Loftur Guttormsson, prófessor emeritus, bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
  • 18. maí: Kennarafélag barnaskóla Reykjavíkur. Kynjakerfi félagsins og virkni kvenkennara á árunum 1908-1921. Kristín Indriðadóttir, verkefnisstjóri á skjalasafni Háskóla Íslands. 

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

Um rannsóknarstofuna

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) sinnir rannsóknum á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags.

Börn í Háskóla unga fólksins
Börn í Háskóla unga fólksins