Skip to main content

Vísindakvöld á Stúdentakjallaranum

Vísindakvöld á Stúdentakjallaranum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. ágúst 2022 18:00 til 19:30
Hvar 

Háskólatorg

Stúdentakjallarinn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

- Hvað vitum um við um líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig varðveitum við hann?

Háskóli Íslands, BIODICE-samstarfsvettvangurinn á Íslandi og European Molecular Biology Laboratory (EMBL) bjóða þér á létt vísindaspjall með innlendum og erlendum fræðimönnum um TREC-rannsóknaleiðangurinn sem miðar að því varpa nýju ljósi á lífríkið og líffræðilegan fjölbreytileika við strendur Evrópu, samspili ólíkra lífvera og áhrif þeirra á umhverfið. Viðburðurinn fer fram á Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 16. ágúst kl. 18 og er öllum opinn.

Vísindamenn frá EMBL og öðrum evrópskum stofnunum verða staddir á Íslandi næstu vikurnar í tilraunaleiðangri fyrir TREC-verkefnið sem er undanfari stærri leiðangurs sem farinn verður með fram ströndum meginlands Evrópu á árunum 2023 og 2024. Tilraunaleiðangurinn er í nánu samstarfi við vísindamenn við fjölmargar íslenskar stofnanir og háskóla, sem vinna saman á vettvangi sem nefnist BIODICE og hyggst efla vitund og skilning þjóðarinnar og rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi.

Við horfum nú fram á að hraðara tap en áður á líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni vegna áhrifa mannsins á vistkerfi, en talið er að fjölbreytileiki lífvera minnki nú um tíu til hundrað sinnum hraðar en áður en maðurinn kom til sögunnar. TREC-leiðangurinn beinist að líffræðilegum fjölbreytileika á strandsvæðum en þar er mestan fjölbreytileika að finna og þau svæði gegna lykilhlutverki í orku- og efnishringrás plánetunnar. Þessi svæði verða jafnframt fyrir mestum áhrifum af umhverfisbreytingum (eins og loftslagsbreytingum) og ágangi manna (þar á meðal vegna ofnýtingar á vistkerfisþjónustu stranda, skordýraeiturs, lyfjaefna, iðnaðarúrgangs og útbreiðslu ágengra tegunda).

Til þess að átta sig á því hvaða áhrif gjörðir mannsins hafa á vistkerfi þarf að kortleggja ítarlega líffræðilegan fjölbreytileika við strendur og um leið kanna hlutverk lífvera í heimkynnum sínum, hvernig þær eiga samskipti, hvaða áhrif þær hafa á umhverfi sitt og hvernig þær bregðast við breytingum í umhverfi sínu, bæði náttúrulegum og af mannavöldum. Til þess að svara þessu hafa vísindamenn EMBL skipulagt TREC-leiðangurinn í samvinnu við vísindamenn og rannsóknastofanir í öllum aildarríkjum EMBL þar sem nýttar verða nýjustu aðferðir og tækni í sameinda- og frumulíffræði sem sérfræðingar EMBL hafa yfir að ráða.

Í vísindaspjallinu á Stúdentakjallaranum segja vísindamenn frá EMBL og fleiri evrópskum stofnunum og BIODICE frá TREC-verkefninu, ræða samstarfið hér á landi og hvaða þýðingu verkefnið hefur fyrir þekkingu okkar á íslenskum vistkerfum.

Vísindaspjallið fer fram á ensku og er öllum opið.

Háskóli Íslands, BIODICE-samstarfsvettvangurinn á Íslandi og European Molecular Biology Laboratory (EMBL) bjóða þér á létt vísindaspjall með innlendum og erlendum fræðimönnum um TREC-rannsóknaleiðangurinn sem miðar að því varpa nýju ljósi á lífríkið og líffræðilegan fjölbreytileika við strendur Evrópu, samspili ólíkra lífvera og áhrif þeirra á umhverfið. Viðburðurinn fer fram á Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 16. ágúst kl. 18 og er öllum opinn.

Vísindakvöld á Stúdentakjallaranum