Skip to main content

Vinnustofa um rannsóknir á farsæld barna

Vinnustofa um rannsóknir á farsæld barna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. maí 2023 12:00 til 14:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Markmið með þessari vinnustofu er að hefja samtal meðal þeirra sem vinna að rannsóknum sem tengjast farsæld barna. Á fundinum verða nokkrar stuttar kynningar frá aðilum sem hafa verið að taka saman gögn og upplýsingar sem tengjast farsæld barna. Við viljum velta fyrir okkur eftirfarandi spurningum: Hvað er átt við með farsæld barna? Er hægt að mæla farsæld barna? Hvaða gögn eru til um farsæld barna? Hvaða rannsóknir er verið að vinna um farsæld barna? Hvar er þörf fyrri frekari rannsóknir?

Allir eru velkomnir á vinnustofuna. Við vonumst til að sjá sem flesta. 

Dagskrá

12:00 - 14:30
Dagskrá: Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor, Félagsráðgjafardeild „Stóra samhengið um farsæld barna“ Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur, Mennta-og barnamálaráðuneytið „Að kortleggja farsæld barna og árangur farsældarlöggjafar“ Eva Dögg Sigurðardóttir, sérfræðingur, BOFS „Gagnaöflun og rannsóknir Barna- og fjölskyldustofu“ Ásdís Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofunar „Grunnrannsókn vegna innleiðingar á löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna “ Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor, Menntavísindasvið „Íslenska æskulýðsrannsóknin“ Arna Hauksdóttir, prófessor, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, HÍ „Áföll í æsku og heilsa á fullorðins árum – niðurstöður úr Áfallasögu kvenna“ Arnar Haraldsson, HLH ráðgjöf „Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna, mat á fjárhagslegum og hagrænum áhrifum“ Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent, Félagsráðgjafardeild „Hvernig má nota gögn Hagstofunnar?“ Kaffispjall. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Herdís Steingrímsdóttir, lektor Félagsráðgjafardeild „Farsældarþing, Rannsóknarnet, Næstu skref?“