Vinnustofa Orpheus fyrir leiðbeinendur doktorsnema - dagur 2
Suðurberg á 3. hæð í Setbergi, Suðurgötu 34
Dagana 6. og 7. febrúar verður vinnustofa á vegum Orpheus fyrir verðandi og núverandi leiðbeinendur doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið. Hægt er að skrá sig á annan daginn en akademískir starfsmenn eru hvattir til að skrá sig á báða dagana. Reyndir, jafnt sem óreyndir leiðbeinendur, eru hvattir til að skrá sig því breidd í þátttakendahóp styður við fyrirkomulag vinnustofunnar.
Fyrri dagur (6. febrúar): Grunnur að faglegu samstarfi, eftirfylgni með framvindu, val á andmælendum, heilindi í rannsóknarstarfi.
Seinni dagur (7. febrúar): Meðferð ágreinings, lausn deilumála, forysta í ljósi tækniþróunar.
Ath. að þessi færsla á við seinni daginn (7. febrúar) en fyrri dagurinn og skráning á hann er hér.
Markmið ORPHEUS er að auka gæði í menntun á doktorsstigi. Dr. Bob Harris, prófessor og fyrrverandi forseti, og dr. Janet Carton, varaforseti, sem hafa mikla reynslu af leiðbeinendaþjálfun, mótuðu dagskrá vinnustofunnar út frá óskum og ábendingum akademískra starfsmanna við Heilbrigðisvísindasvið. Þátttakendur munu skoða mikilvæg sjónarhorn og aðferðir til að bæta leiðbeiningarvinnu og tímastjórnun. Hugað verður að algengum áskorunum og kröfum samtímans og framtíðarinnar. Vinnustofan byggir á gagnvirkum aðferðum og að þátttakendur geti lært af hvor öðrum.