Skip to main content

Verkefnið eitt barn, öll börn: Rannsóknir og umönnun barna í Canada

Verkefnið eitt barn, öll börn: Rannsóknir og umönnun barna í Canada - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. desember 2023 13:00 til 14:00
Hvar 

Askja

Stofa 131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Benedikt Hallgrímsson prófessor við Háskólann í Calgary mun kynna rannsóknir sínar við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands.

Erindið verður flutt á ensku undir titlinum "One Child Every Child: Transforming Child Health and Wellness Research in Canada".

Benedikt og samstarfsmenn hafa rannsakað formbreytileika í lögun beina og vefja hryggdýra, með höfuðáherslu á höfuð.

Heimasíða rannsóknarhóps Benedikts við Háskólann í Calgary.

Benedikt hefur búið ytra í um 40 ár og telst  nú með fremstu vísindamanna Kanada. Hann og samstarfsmenn hans standa að verkefninu eitt barn, öll börn (one child, every child) sem fjallar um heilsu barna í víðu samhengi, bæði einstaklinga og hópa, erfðir og umhverfi, atlæti og uppeldi. Þetta verkefni fékk stórann margra ára styrk frá Kanadíska ríkinu, sem sá stærsti sem Calgary háskóli hefur hlotið. 

Í erindi sínu fjallar Benedikt um það hvernig við getum betur skilið orsakasamhengi þroskunar, áhrif umhverfis og erfða á það ferli og tilurð svipgerða í flóknum lífverum eins og mönnum og músum.

Dagskrá föstudagsfyrirlestra (þó þessi lendi á fimmtudegi) líffræðistofnunar Háskóla Íslands.

https://luvs.hi.is/is/friday-biology-seminars

Myndin sýnir svörun svipfars dýrafósturs (þroskun andlits) við breytileika í undirliggjandi vaxtarþætti. Úr grein Benedikts og félaga frá árinu 2019.

Hallgrimsson B, Green RM, Katz DC, Fish JL, Bernier FP, Roseman CC, Young NM, Cheverud JM, Marcucio RS. The developmental-genetics of canalization. Semin Cell Dev Biol. 2019 Apr;88:67-79. doi: 10.1016/j.semcdb.2018.05.019. Epub 2018 May 24. PMID: 29782925; PMCID: PMC6251770.

Svörun þroskunar við styrkbreytingum á vaxtarþættinum FGF8.

Verkefnið eitt barn, öll börn: Rannsóknir og umönnun barna í Canada