Skip to main content

Úthlutun styrkja úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Úthlutun styrkja úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. ágúst 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Styrkjum verður úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í Hátíðasal skólans í Aðalbyggingu mánudaginn 28. ágúst kl. 16.

Þau sem hljóta styrki að þessu sinni eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og innritað sig til náms við skólann í haust. Við mat á styrkþegum er þó ekki einungis horft til árangurs þeirra á stúdentsprófi heldur einnig annarra þátta eins og virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangurs á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að styrkja nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi eða góðan námsárangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 

Fyrstu styrkirnir voru veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands árið 2008 og er nú úthlutað úr honum í 16. sinn.

Styrkirnir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs skólans og Happdrættis Háskóla Íslands.

 

Styrkjum verður úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í Hátíðasal skólans í Aðalbyggingu mánudaginn 28. ágúst kl. 16.

Úthlutun styrkja úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ