Skip to main content

Útgáfuhóf: Alþýðuskáldin á Íslandi - saga um átök 

Útgáfuhóf: Alþýðuskáldin á Íslandi - saga um átök  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. október 2023 17:00 til 18:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skáli

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Út er komin bókin Alþýðuskáld á Íslandi - saga um átök. Útgáfunni verður fagnað  og bókin kynnt í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð (áður Kennaraháskóla Íslands) fimmtudaginn 26. október kl. 17.

Í bókinni rekur höfundurinn, Þórður Helgason frv. dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, baráttusögu alþýðuskáldanna á Íslandi og þau skörpu skil sem gerð voru milli þeirra og hinna lærðu skálda sem töldu sig búa yfir liprari skáldagáfu og betri smekk. Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út.

Þar mun höfundurinn gera stutta grein fyrir ritinu og útgáfu þess og gestum gefst tækifæri til að kaupa bókina.