Skip to main content

Úr fiski í fjármál – forsendur og afleiðingar fjármálavæðingar á Íslandi

Úr fiski í fjármál – forsendur og afleiðingar fjármálavæðingar á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. maí 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Háskólatorg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 4. maí mun Björn Rúnar Guðmundsson verja ritgerð sína til M.Phil. gráðu við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Andmælandi er dr. Jón Þór Sturluson, prófessor í HR.

Dr. Birgir Þór Runólfsson, deildarforseti Hagfræðideildar stýrir vörninni.

Efni ritgerðar
Vaxandi fjármálastarfsemi á Íslandi, það sem kallað hefur verið fjármálavæðing, skýrist af samspili alþjóðlegra og innlendra þátta. Viðbrögð stjórnvalda við ýmiskonar undirliggjaldi efnahagsvanda reyndust hafa hvetjandi áhrif á vöxt fjármálageirans á sama tíma sem umfang alþjóðlegrar fjármálastarfsemi fór hratt vaxandi. Áhrif á tekjuskiptingu og hegðun fyrirtækja og heimila reyndust umtalsverð. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008, sem rekja má til ofvaxtar í fjármálageiranum, dró úr umfangi fjármálastarfsemi á Íslandi og áherslur í efnahagsmálum færðust frá fjármálatengdri starfsemi yfir í útflutningsdrifinn hagvöxt.

Með líkani sem byggir á samhæfðum stöðu- og flæðistærðum (SFC-líkan) fyrir lítið opið hagkerfi, byggt á íslensku fjármálakreppunni, má sýna fram á þann óstöðugleika sem fylgir óheftum fjámagnshreyfingum. Jafnframt eru könnuð áhrif skyndilegrar fjármálakreppu og viðbragða stjórnvalda með beitingu fjármagnshafta. Fjallað er um hagstjórnarlegar afleiðingar sem fjármagnshreyfingar milli landa geta haft fyrir lítil hagkerfi.