Skip to main content

Tví- og fjöltyngd börn og ungmenni í íslensku skólastarfi: Töfrar tungumála

Tví- og fjöltyngd börn og ungmenni í íslensku skólastarfi: Töfrar tungumála - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málvísindakaffi verður haldið í stofu 101 í Árnagarði föstudaginn 4. nóvember kl. 12-13. Þar flytur Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, erindi um rannsóknir á leikskólastarfi með börnum af erlendum uppruna hér á landi og kynntur verður nýr listi yfir íslenskan námsorðaforða. Erindið ber yfirskriftina Tví- og fjöltyngd börn og ungmenni í íslensku skólastarfi: Töfrar tungumála.

Rætt verður um íslenskar og erlendar rannsóknir og dregið fram í hnotskurn hvað þær segja okkur um árangursríkt skólastarf til námsárangurs. Einkum verður fjallað um þrjár rannsóknir á málumhverfi tví- og fjöltyngdra barna og ungmenna sem varpa ljósi á af hverju þessi hópur nær ekki tökum á íslensku þrátt fyrir að verja 8-9 klst. á dag 5 daga vikunnar í leikskólanum. Í erindinu verður komið inn á viðhorf og reynslu starfsfólks til málörvunar leikskólabarna af erlendum uppruna í skólastarfi, forspárgildi orðanotkunar starfsfólksins og þróunarstarf í leikskóla með áherslu á að fjölga tækifærum barna af erlendum uppruna til að ná framförum í íslensku. Einnig verður nýr listi yfir íslenskan námsorðaforða í lagi 2 kynntur, LÍNO-2.

Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Tví- og fjöltyngd börn og ungmenni í íslensku skólastarfi: Töfrar tungumála