Skip to main content

Þverfræðilegt samstarf til að bæta þjónustu við fatlaðar konur

Þverfræðilegt samstarf til að bæta þjónustu við fatlaðar konur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2022 13:00 til 14:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þverfræðilegt samstarf til að bæta þjónustu við fatlaðar konur sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi

Fyrirlesari: Fredinah Namatovu, Umeå University

Stúlkur og konur með fötlun eru í meiri mæli en drengir þolendur kynbundins ofbeldis um allan heim. Tímanleg og markviss viðbrögð geta komið í veg fyrir frekara ofbeldi og dauðsföll af völdum þess en einnig stuðlað að líkamlegum og sálrænum bata í kjölfar slíkrar reynslu. Í fyrirlestrinum verða niðurstöður eigindlegrar rannsóknar í Svíþjóð með fötluðum konum og aðilum sem veita aðstoð í kjölfar kynbundins ofbeldis. Þær benda á mikilvægi þess að efla samstarf meðal þeirra sem veita slíka þjónustu. Aftur á móti bentu bæði fatlaðar konur og veitendur þjónustu við þær á margvíslegar hindranir fyrir gott samstarf í þjónustu við þolendur kynbyndins ofbeldis og komu meðal annars fram með tillögur um á hvern hátt hægt sé að bæta samvinnu þeirra þvert á stofnanir.

Forskráning er nauðsynleg og án kostnaðar hér.

Norrænar málstofur um hnattræna heilsu (Nordic Global Health Talks)
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 13:00 GMT getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla. Upplýsingar um málstofurnar má finna hér.

Hver málstofa er um 45 mín, þ.e. 20-30 mín erindi og svo spurningar og umræður.

Þverfræðilegt samstarf til að bæta þjónustu við fatlaðar konur sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi

Þverfræðilegt samstarf til að bæta þjónustu við fatlaðar konur